Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á HM á sunnudag

Íslenska U20 drengja landslið Íslands er nú lagt af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun á næstu dögum leika á Heimsmeistaramótinu í 2 deild B. Í riðlinum eru Ástralía, Holland, Ísrael, Nýja-Sjáland og Serbía auk Íslenska liðsins en íslenska liðið mætir Ísrael í sínum fyrsta leik á sunnudag. SA á 13 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn og þjálfarateymi. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands á sunnudag gegn Ísrael hefst kl. 15:00.

Sædís Heba Guðmundssdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2025

Listskautakonan Sædís Heba Guðmundssdóttir og íshokkímaðurinn Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2025 og voru heiðruð og veitt viðurkenningar af Skautafélagi Akureyrar í gærkvöld. Bæði tvö hafa nú þegar verið valin íþróttafólk sinnar deildar innan félagsins en eru einnig skautakona og íshokkíkarl ársins hjá sínum sérsamböndum, Skautasambandi Íslands og Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2025 en valið verður kunngjört á íþróttahátið Akureyrar 29. janúar næstkomandi í menningarhúsinu Hofi.

Ofurhelgi í Skautahöllinni um helgina

Það verður svokölluð OFURHELGI um helgina í Skautahöllinni á Akureyri þar sem öll liðin í Toppdeild karla mætast á sama staðnum á föstudag, laugardag og sunnudag. Allir leikirnir byrja kl. 16:45 og er sérstekur Ofurpassi til sölu sem gildir á alla leikina. 

Streymi íshokkíleikja í nýja streymisveitu

Allir íshokkíleikir á vegum Íshokkísambands Íslands færast núna um áramótin yfir af Youtube yfir á nýja streymisveitu. Icehockeyiceland.tv. Upplýsingar um þessa breytingu má finna í tilkynningu á heimasíðu Íshokkísambandis Íslands:

Árið 2026 byrjar með stórri hokkíhelgi

Við hefjum nýtt ár með risa hokkíhelgi með tveimur heimaleikjum í Toppdeild kvenna og tveimur leikjum í U22. Kvennalið Fjölnis og U22 lið Fjölnis mæta í heimsókn í Skautahöllina og leika bæði laugardag og sunnudag. 

Íþróttafólk hokkídeildar

í liðinni viku var tilkynnt um íþróttafólk hokkídeildar 2025, það eru þau Silvía Rán Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson sem eru vel að titlinum komin. Elísabet Ásgrímsdóttir formaður deildarinnar færði þeim verðlaun og blóm af tilefninu. Það var kátt í höllinni á þessum viðburði en í kjölfarið hófst jólaball yngri flokka, þangað mæta leikmenn meistaraflokka og fyrirmyndir yngri iðkendanna, dansa kringum jólatréð og skauta með krökkunum og foreldrafélagið býður upp á veitingar.

Sædís skautakona ársins hjá listskautadeild

Á jólasýningu listskautadeildarinnar var Sædís Heba Guðmundsdóttir heiðruð af listskautdeildinni og útnefnd sem Skautakona listskautadeildarinnar 2025 og er það annað árið í röð sem Sædís Heba er skautakona deildarinnar. Sædís er jafnfram skautakona ÍSS árið 2025. Við óskum Sædísi Hebu innilega til hamingju með útnefningarnar , auk þess sem við óskum Jönu þjálfara og foreldrum Sædísar Hebu innilega til hamingju með dömuna .

Frábær jólasýning listskautadeildar

Jólasýning Listskautadeildar SA var haldin í gær sunnudaginn 14. desember. Þar sýndu iðkendur verkið ,,Þegar Tröllið stal jólunum". Jana Omelinova yfirþjálfari samdi dansana og leikstýrði sýningunni með aðstoð frá aðstoðarþjálfurum deildarinnar þeim Telmu Marý Arinbjarnardóttur og Varvöru Voroninu. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ánægjulegt að sjá hversu mikill mettnaður var lagður í búninga og hár. Við þökkum kærlega fyrir frábæra skemmtun.

Sunna og Unnar íshokkífólk ársins á Íslandi

Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.

Jólasýningin á sunnudag

Jólasýning Listskautadeildar Skautafélags Akureyrar - Þegar Trölli stal jólunum fer fram sunnudaginn 14.des nk. kl: 17:30 í Skautahöllinni. Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakastið á sínum stað. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Miðasala á staðnum.