5. - 7.fl. Muna flöskusöfnunina í dag kl 17:45 inni í Höll

5. - 7.fl. Muna flöskusöfnunina í dag kl 17:45 inni í Höll

Denni kveður

Núna eftir áramótin lét  Sveinn Björnsson, betur þekktur sem Denni, af störfum í skautahöllinni en hann hefur starfað hér allt frá því að húsið var tekið í notkun og reyndar vann hann einnig við byggingu  þess hjá SJS verktökum á sínum tíma.

 Denna þarf ekki að kynna fyrir skautaiðkendum því að hann hefur spilað íshokký mun lengur en elstu menn muna og verið þjálfari yngri flokka og í kvennahokkýi.

 Denni vann fyrst fyrir félagið sem svellagerðarmaður á meðan útisvellið var og þurfti þá að glýma við veðurguðina sem oft voru erfiðir andstæðingar og sendu honum stundum sunnanátt og hlýviðri þegar spáð hafði verið frosti og stillu.

 Nú þegar hann hefur ákveðið að söðla um og gerast einn af hetjum hafsins sendir Skautafélag Akureyrar  Denna bestu kveðjur og þakklæti fyrir óeigingjart starf í þágu félagsins og óskar honum allra heilla á nýjum starfsvettvangi.

Björninn - SA 2:6

Í gær laugardag, kl. 16,00 fór fram viðureign í meistaraflokki karla Björninn - SA og úrslit urðu þau að SA vann 2 gegn 6

Engin 3.fl. æfing í dag

Í dag kl. 17,00 er krullumót á svellinu og því fellur 3.fl. æfingatíminn niður.

Kæru foreldrar/forráðamenn! 5. 6. og 7. flokks barna

Nú er komið að fyrri ferð yngri krakkanna til Reykjavíkur (Egilshöll) og verður hún helgina 20.-22. janúar.  Lagt verður af stað eftir hádegi föstudaginn 20. jan. og komutími sinnipartinn þann 22.  Þeir sem ætla að leyfa börnunum sínum að fara með verða að láta vita í síðasta lagi föstudaginn 13. janúar á netföngin solveighulda@plusnet.is eða baejarv@centrum.is 

Litháen-Ísland 5-2 (1-1, 3-0, 1-1)

Strákarnir í U20 liðinu okkar töpuðu fyrir gestgjöfunum í leik sem lauk síðdegis í dag. Litháarnir voru vel samæfðir og geysilega snöggir í öllum aðgerðum að auki nutu þeir þess að hafa hvílst í gær. 

SA-Björninn í Kvennaflokki og 3. flokki

SA tók á móti kvennaflokki og 3. flokki Bjarnarins í gær. 

Ísland-Búlgaría 11-0

Strákarnir leggja Búlgara að velli

Kvennaflokkur SA - Björninn

Á morgun kl: 17,00 verður 5. leikurinn á milli SA og Bjarnarins í kvennaflokki. Fyrstu 3 leikirnir unnust með miklum mun, fyrst Björninn en svo SA tvisvar. Síðasti leikur var hinsvegar mun jafnari eða 5:4 fyrir SA svo það stefnir í hörku baráttu og ekki endilega víst fyrirfram hvernig fer svo það verður örugglega gaman að fylgjast með.

Á hokkíleiknum á morgun kl: 17,00 verður kveðjukaffi og kökur í boði Skautafélagsins á meðan á leik stendur, en Denni "okkar" er að hætta störfum í höllinni og ætlar að snúa sér að öðru eftir langt og farsælt starf. SA þakkar Denna samstarfið og óskar honum góðs gengis á nýrri slóð.

Strax á eftir kvennaleiknum verður svo leikur í 3.flokki á milli SA og Bjarnarins.

U20: Ísland-Tyrkland 16-1 (7-0, 2-1, 7-0)

Óstaðfest úrslit í leik Íslands og Tyrklands sem fram fór í Kaunas fyrr í dag eru 16 - 1 Íslandi í vil.