Litháen-Ísland 5-2 (1-1, 3-0, 1-1)

Strákarnir í U20 liðinu okkar töpuðu fyrir gestgjöfunum í leik sem lauk síðdegis í dag. Litháarnir voru vel samæfðir og geysilega snöggir í öllum aðgerðum að auki nutu þeir þess að hafa hvílst í gær. 

Litháar sigu fram úr í 2. leikhluta þegar okkar strákar lenda í of mörgum brottvísunum og Litháar uppskera 2 mörk með liðsmun sér í hag. Reyndar eru 4 af 5 mörkum Litháa í leiknum skoruð á "powerplay" sem er athyglisvert. Powerplay okkar mann gekk hins vegar ekki upp en strákarnir uppskera aðeins 1 mark með liðsmun.

Leikurinn í tölum:

Mörk/stoðsendingar: Emil Alengard 1/0 Orri Blöndal 1/0, Arnþór Bjarnason 0/1, Elmar Magnússon 0/1, Karl Eiriksson 0/1. 

Aron Stefánsson stóðs í markinu og varði 24 af 29 skotum. Strákarnir okkar voru með 36 skot á mark Litháa sem gáfu 2 mörk.

Skot á mark              29:36 (5:10, 15:13, 9:13)

Varin skot                  34:24 (9:4. 13:12, 12:8)

Brottvísanir (mín)     40:38 (20:14, 10:12, 10:12)

Mótinu er þá lokið og er árangur Íslenska liðsins góður þótt að drengirnir hefðu gjarnan vilja ná betri leik í dag. Ísland er komið upp í aðra deild sem var takmarkið. Það eina sem setur leiðinlegan svip á þáttöku okkar að þessu sinni er fáheyrð árás forsprakka Bjarnarins á þjálfara og farastjóra liðsins á meðan á keppninni stóð. Nú er það svo að þeir sem þekkja til íhokkís vita, og reyndar gildir það sama í mörgum öðrum liðsíþróttum, að farastjórar skipta sér ekki af því hvernig lið spila á vellinum. Það er hlutverk þjálfarans að stjórna því.  En af því hve mikil áhersla var lögð á að stilla aðalfarastjóra landsliðsins upp fyrir framan mykjudreifarann í þessu tilviki má sjá að hvatinn að baki þessari árás var ekki heilbrigð umhyggja fyrir uppbyggingarstarfi áhugamanna um íshokkí í Yerevan.