Audrey skautakona ársins!

Í gær, 3. janúar, var Audrey Freyja Clarke valin skautakona ársins! Er þetta þriðja árið í röð sem Audrey hreppir þennan titil.  Til hamingju!

Armenía - Ísland: 0-50 (0-19, 0-9, 0-22)

Strákarnir í U20 höfðu algjöra yfirburði í fyrsta leik sínum gegn Armeníu. Orri Blöndal einn af þremur nýliðum frá SA í liðinu var maður leiksins skv. frétt á ÍHÍ.

U-20 leikur á morgun

U-20 landsliðið er komið á keppnisstað og á að keppa við Armena í sínum fyrsta leik á morgun kl:13.00 á okkar tíma. Hér er tengill fyrir áhugasama á síðuna hjá IIHF sem mun innihalda stöðuna.

Æfingar byrja aftur á næsta fimmtudag

Jæja og velkomin inn í nýja árið öllsömul, þá er jólafríinu í hokkíinu að ljúka og við minnum á að æfingar byrja aftur á fullu samkvæmt æfingatöflu fimmtudaginn 5. janúar.  kveðja, Jan og stjórnin.

Æfingar samkvæmt stundatöflu á morgun!

Á morgun, miðvikudaginn 4. janúar, hefjast æfingar aftur samkvæmt stundatöflu hjá öllum flokkum!  Iveta og krakkarnir hennar koma í dag og byrjar Iveta því að kenna á morgun.  Sjáumst öll á morgun!

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu!  Ég ætla að þakka öllum fyrir hjálpina í sambandi við jólasýninguna okkar sem gekk vonum framar!   Þórir ljósmyndari tók mjög fallegar myndir af sýningunni og hvet ég ykkur til að skoða þær hér!  Einnig vil ég minna á að æfingar hefjast samkvæmt stundatöflu 4. janúar en Meistari og 1. flokkur mætir milli 11 og 13 á morgun 2. janúar!  Kveðja, Helga Margrét

Audrey Freyja undirritar styrktarsamning við Akureyrarbæ

Þann 28. desember sl. undirritaði Audrey Freyja Clarke styrktarsamning við Akureyrarbæ við hátíðarathöfn í íþróttahöllinni.  Einnig varð hún í 3. sæti í kjöri til íþróttamanns Akureyrar!  Þessi hátíðarathöfn er árlegur viðburður þar sem Akureyrarbær og ÍBA heiðra íslandsmeistara og velja íþróttamann Akureyrar.   Við óskum Audrey Freyju innilega til hamingju!
  Hér er að finna myndir frá athöfninni.