Denni kveður

Núna eftir áramótin lét  Sveinn Björnsson, betur þekktur sem Denni, af störfum í skautahöllinni en hann hefur starfað hér allt frá því að húsið var tekið í notkun og reyndar vann hann einnig við byggingu  þess hjá SJS verktökum á sínum tíma.

 Denna þarf ekki að kynna fyrir skautaiðkendum því að hann hefur spilað íshokký mun lengur en elstu menn muna og verið þjálfari yngri flokka og í kvennahokkýi.

 Denni vann fyrst fyrir félagið sem svellagerðarmaður á meðan útisvellið var og þurfti þá að glýma við veðurguðina sem oft voru erfiðir andstæðingar og sendu honum stundum sunnanátt og hlýviðri þegar spáð hafði verið frosti og stillu.

 Nú þegar hann hefur ákveðið að söðla um og gerast einn af hetjum hafsins sendir Skautafélag Akureyrar  Denna bestu kveðjur og þakklæti fyrir óeigingjart starf í þágu félagsins og óskar honum allra heilla á nýjum starfsvettvangi.