02.05.2025
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sem keppir nú á Heimsmeistaramótinu í Nýja Sjálandi vann 6-3 sigur á Thaílandi í nótt og hefur nú unnið 3 á 4 leikjum sínum í mótinu. Liðið á nú aðeins eftir einn leik en það er úrslitaleikur fyrir liðið en liðið mætir heimaliðinu Nýja Sjálandi í fyrramálið þar sem sigur getur þýtt gull eða silfur. Bæði lið eru með 9 stig eftir 4 leiki en Georgía situr í efsta sætinu með 11 stig fyrir síðasta keppnisdaginn. Ísland er búið að tryggja sér verðlaunasæti í mótinu en með sigri tryggir Ísland sér í minnsta lagi silfur og eigir þá einnig möguleika á gullinu og að fara upp um deild ef Georgía misstígur sig á sama tíma gegn Thaílandi.
02.05.2025
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 15. maí kl. 20.00 í félagssal Skautahallarinnar. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta en allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins.
Dagskrá aðalfundar fer eftir lögum félagsins:
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Aðalstjórn gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári.
3. Aðalstjórn gefur skýrslu um fjárhag félagsins í heild og leggur fram endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild, svo og sjóða í vörslu félagsins.
4. Fjárhagsáætlun næsta árs. Árgjöld félagsins.
5. Tillögur sem borist hafa teknar til athugunar.
6. Tillögur um lagabreytingar
7. Kosin aðalstjórn félagsins
8. Önnur mál er fram kunna að koma
02.05.2025
Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar.
Tímasetningar aðalfunda:
Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00
Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00
Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00
01.05.2025
Krullumótið IceCup 2025 er nú hafið í Skautahöllinni en 25 ár eru liðin frá fyrsta IceCup mótinu. Það eru 24 lið í mótinu í ár þar af 18 erlend lið og keppendur frá 16 mismunandi löndum en uppselt var í mótið með meira en árs fyrirvara. Setning mótsins fór fram í flugsafninu í gærkvöld en leikirnir hófsut svo kl. 9 í morgun og munu standa yfir fram á laugardagskvöld. Það er einnig þétt dagskrá hjá keppendum utan ís með kvöldskemmtunum sem enda svo með veglegu lokahófi á laugardagskvöld. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og öðrum veitingum á 2. hæðinni.
28.04.2025
Íslenska karlalansliðið í íshokkí vann Búlgaríu örugglega 8-4 í nótt í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í 2. Deild B sem fer fram í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Ísland skoraði 5 mörk í fyrstu lotunni gegn einu marki Búlgaríu og lögðu þar með grunnin að sigrinum. SA drengirnir okkar voru öflugir í markaskorun í leiknum en Unnar Rúnarson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu báðir 2 mörk og Uni Blöndal og Jóhann Leifsson sitthvort markið. Íslenska liðið mætir næst Taívan en leikurinn fer fram á kl. 01:00 á aðfaranótt fimmtudags á íslenskum tíma en allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu í streymisveitu alþjóða íshokkísambandsins.
28.04.2025
Á síðasta vetrardegi þann 23. apríl var úthlutað í fyrsta skipti úr nýstofnuðum minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur, fyrrum skautara og síðar þjálfara hjá listskautadeildinni, sem lést af slysförum síðasta vetrardag fyrir ári síðan. Móðir Evu Bjargar, Vilborg Þórarinsdóttir fyrrum formaður listskautadeildarinnar, stofnaði Minningarsjóðinn og ákvað stjórn sjóðsins að veita tveim ungum skauturum styrk í ár sem hafa sýnt miklar framfarir á tímabilinu og eru að stefna að því að vinna sig upp á afreksstig. Í ár fengu þær Helga Mey Jóhannsdóttir og Ronja Valgý Baldursdóttir, sem í ár hafa keppt í Basic Novice. Stjórn sjóðsins óskar stelpunum til hamingju með styrkinn og vonar að styrkurinn komi að góðum notum í áframhaldandi skautaiðkun og að þær nái öllum þeim markmiðum sem þær setja sér í framtíðinni
23.04.2025
Í gærkvöldi fór fram síðasti leikur SA liðanna Jötna og Víkinga í Íslandsmóti U18. SA teflir fram tveimur liðum í þessum aldursflokki og liðin röðuðu sér í tvö efstu sætin eftir fádæma yfirburði í vetur. SA Víkingar fengu afhentan bikarinn eftir leik og bæði lið stilltu sér upp í myndatöku í leikslok. Það er til marks um öflugt barna- og unglingastarf að geta teflt fram tveimur öflugum liðum í U18 og taka tvö efstu sætin einnig. U18 landsliðin voru einnig að meirihluta skipuð okkar fólki, í karlaliðinu voru 15 af 20 leikmönnum frá SA og í kvennaliðinu 14 af 20. Áfram SA!
15.04.2025
Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
15.04.2025
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann til bronsverlauna á HM í 2. deild A sem lauk í fyrradag í Bytom í Póllandi eftir að Spánn vann Pólland í lokaleik mótsins og urðu þá vonir um silfurverðlaun að engu. Spánn sigraði því mótið en eina tap liðsins var gegn Íslandi og Pólland fékk silfurverðlaun. Árangurinn er þrátt fyrir allt sá besti sem liðið hefur náð frá upphafi en 20 ár eru síðan Íslands sendi fyrst kvennalandslið til keppni.
14.04.2025
SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þriðja leik í einvíginu við Skautafélag Reykjavíkur á fimmtudaginn. Úrslitakeppnin var heldur óvenjuleg að þessu sinni eða a.m.k. upphaf hennar vegna kærumála hvar Fjölnir og SR fengu úr því skorið fyrir dómstólum hvort liðið myndi mæta SA í úrslitum. Málaferlin töfðu úrslitakeppnina í eina viku en tímann nýttu okkar menn vel og æfðu í raun sleitulaust í tvær vikur fyrir átökin.