Íslenska U18 stúlkna landslið Íslands á leið á Heimsmeistaramót í Suður-Afríku

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí lagði af stað í langferð frá Keflavík í morgun en liðið er nú á ferðalagi til Cape Town í Suður-Afríku þar sem liðið mun leika á Heimsmeistaramótinu í 2.deild B á næstu dögum. SA á 11 fulltrúa í liðinu í ár auk aðila í þjálfarateyminu og fararstjórn. Fyrsti leikur liðsins er á mánudag en þá mætir liðið heimaliðinu, Suður-Afríku. Næstu leikir liðsins eru svo gegn Belgíu, Rúmeníu, Mexíkó og svo Taívan. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands gegn Suður-Afríku hefst kl. 18:00 á mánudag á íslenskum tíma.

Leikmenn SA í liðinu:

Aníta Júlíana Benjamínsdóttir
Díana Lóa Óskarsdóttir
Eyrún Arna Garðarsdóttir
Freyja Rán Sigurjónsdóttir
Heiðrún Helga Rúnarsdóttir
Kolbrún Björnsdóttir
Magdalena Sulova
Marey Viðja Sigurðardóttir
Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir
Sólrún Assa Arnardóttir
Sylvía Mörk Kristinsdóttir

 

Kim McCullough frá Kanada er aðalþjálfari liðsins henni til aðstoðar eru þær Silvía Björgvinsdóttir og Teresa Snorradóttir. Tækjastjóri liðsins er Erla Guðrún Jóhannesdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir bráðaliði og Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fararstjóri liðsins.

 

Við óskum liðinu góðs gengis á mótinu – Áfram Ísland!

 

Leikir Íslands:

26. janúar kl. 18:00 Ísland – Suður-Afríka

27. janúar kl. 14:30 Ísland - Belgía

29. janúar kl. 14:30 Ísland - Rúmenía

30. janúar kl. 11:00 Ísland - Mexíkó

1. febrúar kl. 14:30 Ísland - Taívan