SA Víkingar – Björninn 8-1

Víkingar báru sigurorð af Birninum í topslag deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-1. Víkingar náðu fram hefndum frá óförunum í byrjun mánaðar þegar liðið tapaði 5-0 í Egilshöll og náðu með sigrinum 3 stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar. Gæði leiksins voru ívið meiri en sést hafa í vetur og greinilegt að mikið var undir en bæði lið eru nú í mikilli baráttu um stigin sem vantar uppá að tryggja sæti í úrslitakeppninni.

Björninn vs Víkingar í Egilshöll KL: 18,10 laugardag

Víkingar leiða deildina með 5 stiga forystu. Mun leiknum verða streymt á IHI-TV ?

SA-Víkingar sigruðu Björninn 6 : 3

SA-Víkingar sigruðu Björninn um nýliðna helgi með 6 mörkum gegn 3. Víkingar telfdu fram tveimur nýjum leikmönnum en þó engum nýliðum í fjarveru Andra Más Mikaelsonar og Einars Valentin sem eru frá vegna meiðsla. Hinn mikli markaskorari Rúnar Freyr Rúnarsson reimaði aftur á sig skautanna og einnig Hilmar Leifsson sem er aftur kominn til starfa eftir framlengt sumarfrí.

Mannabreytingar í meistaraflokki en áfram sterkt lið

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðskipan SA-Víkinga í meistaraflokki karla yfir sumartímann en liðið sem varð Íslandsmeistari hefur bæði misst og bætt við sig leikmönnum. Richard Tahtinen verður áfram þjálfari liðsins en hann gerði góða hluti með liðið á síðasta ári og getur vonandi byggt ofan á þann grunn á þessu tímabili.

Hökkt í Egilshöllinni í fyrsta leik tímabilsins.

Fyrsti leikur SA-Víkinga á Íslandsmótinu í Íshokkí fór fram í Egilshöllinni um helgina þar sem Bjarnarmenn sigruðu í framlengingu en lokatölur urðu 4-3. Svolítill haust bragur var á leikmönnum Víkinga en Bjarnarmenn virðast koma mjög sterkir undan sumri. Að mörgu leiti var þessi fyrsti leikur liðanna endurtekning á fyrsta leik síðasta tímabils sem Björninn vann líka með gullmarki í lok framlengingar.

SA-stúlkur sigruðu á NIAC-hokkímótinu

Um helgina fór fram NIAC-hokkímót kvenna í Skautahöllinni á Akureyri – Northern Iceland Adventure Cup. Lið skipað ungum hokkístúlkum úr SA bar sigur úr býtum. Tvö erlend lið og þrjú innlend tóku þátt.

NIAC hokkímótið, úrslit leikja

Nú er lokið sex leikjum af tíu á NIAC hokkímótinu sem fram fer í Skautahöllinni um helgina.

Northern Iceland Adventure Cup - NIAC

Helgina 16. og 17. maí verður haldið árlegt kvennamót í íshokkí, Norhern Iceland Adventure Cup, NIAC, í Skautahöllinni á Akureyri.

Tvö ný myndaalbúm: 3. og 4. flokkur í íshokkí, verðlaunaafhending

Lið SA í 4. flokki varð Íslandsmeistari í vetur og fékk sín verðlaun afhent fyrir nokkru. Lið 3. flokks vann til silfurverðlauna - sem mörgum finnst þó að hefðu átt að vera gullverðlaun eftir undarlega lokahelgi Íslandsmótsins í lok apríl.

Íshokkíæfingar fyrir byrjendur

Frá 4. til 18. maí verður boðið upp á byrjendaæfingar í íshokkí tvisvar í viku. Verðið er 3.000 krónur og allur búnaður innifalinn.