Silvía Rán Íshokkíkona SA 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins hjá Skautafélagi Akureyar árið 2018. Silvía Rán var einnig valin íshokkíkona ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Silvía var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í fyrra með ungu liði Ynja og hefur haldið uppteknum hætti í vetur með sameiginlegu kvennaliði SA og er stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar það sem af er vetri. Silvía spilar einnig með 2. flokki SA og hefur einnig staðið sig vel þar í vetur.

SA Víkingar Bikarmeistarar 2018

SA Víkingar tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn 2018 á sunnudag þegar þeir lögðu SR í síðasta leik lýsisbikarsins. SA Víkingar unnu SR en töpuðu fyrir Birninum síðastliðna helgi í Reykjavík en unnu báða heimaleikina sína núna um helgina nokkuð örugglega og tryggðu sér þar með sigurinn. SA leikmennirnir Thomas Dant-Stuart, Andri Mikaelsson og Jóhann Már Leifsson voru stigahæstu leikmenn lýsisbikarsins en Kristján Árnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 3 mörk í síðasta leiknum og Bjartur Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Til hamingju SA Víkingar.

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar 12. september kl. 20.00

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 12. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélags íshokkídeildar SA

Vormót 2018 á enda – niðurlag, myndir, úrslit og bestu leikmenn

Vormótið sem kláraðist nú í vikunni var það stærsta sem hokkídeildin hefur haldið og gekk frábærlega í alla staði. Alls tóku 182 keppendur þátt í 5 deildum og 17 liðum.

Allar upptökur af leikjum 4.fl. mótsins

Leikir laugardagsins og sunnudagsins voru sendir út bæði á SATV og YouTube og upptökur eru komnar á vimeo.

Nú þurfa allir að skrá sig í NÓRA

Nú er komið að því að skrá sig í NORA skráningarkerfið. Þetta á við ALLA iðkendur, nýja sem gamla.

Myndir úr 3. leik SA - SR eru komnar í myndasafnið.

SA Víkingar – Björninn 8-1

Víkingar báru sigurorð af Birninum í topslag deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-1. Víkingar náðu fram hefndum frá óförunum í byrjun mánaðar þegar liðið tapaði 5-0 í Egilshöll og náðu með sigrinum 3 stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar. Gæði leiksins voru ívið meiri en sést hafa í vetur og greinilegt að mikið var undir en bæði lið eru nú í mikilli baráttu um stigin sem vantar uppá að tryggja sæti í úrslitakeppninni.

Björninn vs Víkingar í Egilshöll KL: 18,10 laugardag

Víkingar leiða deildina með 5 stiga forystu. Mun leiknum verða streymt á IHI-TV ?

SA-Víkingar sigruðu Björninn 6 : 3

SA-Víkingar sigruðu Björninn um nýliðna helgi með 6 mörkum gegn 3. Víkingar telfdu fram tveimur nýjum leikmönnum en þó engum nýliðum í fjarveru Andra Más Mikaelsonar og Einars Valentin sem eru frá vegna meiðsla. Hinn mikli markaskorari Rúnar Freyr Rúnarsson reimaði aftur á sig skautanna og einnig Hilmar Leifsson sem er aftur kominn til starfa eftir framlengt sumarfrí.