Heilbrigðisteymi á öllum hokkíleikjum

Heilbrigðisteymi er nú á öllum heimaleikjum SA í Skautahöllinni á Akureyri og þá gildir einu hvort um sé að ræða fullorðins- eða barnaflokka. Teymið samanstendur af 14 einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að starfa með einum eða öðrum hætti í heilbrigðisgeiranum og vera tengd SA. Í teyminu eru hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar og sjúkraflutningafólk. Á öllum leikjum eru 1 - 3 úr heilbrigðisteyminu í merktum gulum vestum og eru tilbúin að bregðast við ef eitthvað kemur uppá. Hér er um ómetanlega aðstoð að ræða sem unnin er í sjálfboðavinnu til þess að auk öryggi þeirra sem íþróttina stunda.

U16/U14 stelpuhelgi fyrir norðan

Um síðustu helgi var Bikarmót U16 stúlkna haldið í Skautahöllinni á Akureyri. Undanfarin þrjú vor hafa þessir aldursflokkar þ.e. U16 og U14 komið saman eina helgi og verið við sameiginlegar æfingar, hópefli, fengið fjölbreytta fræðslu og spilað leiki en það er einna helst það sem stelpum í þessum aldursflokkum vantar, að spila fleiri leiki gegn stelpum. Ástæða þótti því til að bæta við einni helgi til að efla og styrkja stelpurnar enn frekar á ísnum en það er mikill munur að spila í blönduðu liði eða einungis með stelpum. Þannig kom það til að þessi helgi á miðju tímabili var valin og spilað einfalt bikarmót og nú fyrir norðan í fyrsta sinn.

Alþjóða Íshokkísambandið - IIHF - setur hálshlífaskyldu á allar keppnir á þeirra vegum

Alþjóða Íshokkísambandið hefur ákveðið að setja hálshlífaskyldu á allar keppnir á vegum IIHF. Í dag er slík regla í gildi á öllum mótum í U18 og U20 en hingað til hefur ekki verið skylda að vera með hálshlífar í fullorðinsflokkum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar hörmulegs slyss sem varð í hokkíleik á Englandi á dögunum. Þessi nýja regla hefur ekki tekið gildi enn, en IIHF mun á næstu dögum tilkynna hvenær hún mun taka gildi og líklegt þykir að þetta verði staðfest fyrir allar keppnir ársins 2024.

U18 stelpurnar okkar komnar heim af 4Nation

U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation. Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.  SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni. SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.

Þetta er Draumurinn.

Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ? Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar, hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.   

Heimaleikir um helgina

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag. SA Víkingar hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Fjölnir voru taplausir í venjulegum leiktíma þangað til þeir mætu Víkingum um síðustu helgi í fjörugum leik svo það má búast við hörkuleik á laugardag. Leikurinn hefst kl. 16:45. Forsala miða er hafin á Stubb en miðaverð er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!

SA Bikarmeistarar U14 í A og AA liða

SA Bikarmeistarar u14 í AA og A liða   SA liðin unnu bæði sigra á skemmtilegu og spennandi bikarmóti sem fór fram í Skautahöllinni um helgina. það Við þökkum Skautafélagi Reykjavíkur og Fjölni fyrir komuna og keppnina.

SA Víkinga hefja leik í Hertz-deildinni um helgina

SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.

SA með 6-1 sigur á Fjölni í kvöld

Frábær spilamennska hjá SA liðinu í kvöld sem sýndi mikinn vilja og karakter með 6-1 sigri á Fjölni. Liðið er á mikilli siglingu í Hertz-deildinni ósigraðar eftir 3 leiki. Mörkin: Silvía Björgvinsdóttir 2 Jónína Guðbjartsdóttir Amanda Bjarnadóttir Magdalena Sulova Sólrún Assa Arnardóttir Shawlee Gaudreault með 94.4 % markvörslu.

Jamie Dumont er nýr aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar

Jamie Dumont hefur verið ráðinn aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar. Jamie eins og hann er kallaður hefur störf fyrir félagið strax og stýrir sínum fyrstu æfingum í dag. Jamie verður aðalþjálfari meistaraflokka félagsins ásamt því að vera þróunarstjóri unglingaflokkanna U18, U16 og U14.