01.02.2014			
	
	Sex lið, tvö eyfirsk og fjögur að sunnan, tóku þátt í Magga Finns mótinu í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Team Gulli úr höfuðborginni, öðru nafni Ungmennafélagið Langatöng, vann mótið, SA varð í öðru sæti og SR í þriðja.
 
	
		
		
		
			
					01.02.2014			
	
	Víkingar unnu sigur á SR í Laugardalnum í kvöld. Lentu undir í upphafi, en tryggðu sigurinn með þremur mörkum á síðasta korterinu. 
 
	
		
		
			
					01.02.2014			
	
	Nú er tveimur umferðum af fimm lokið á Magga Finns mótinu í íshokkí sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Team Gulli er með fullt hús eftir leiki föstudagskvöldsins.
 
	
		
		
		
			
					01.02.2014			
	
	Um helgina er æfingahópur kvennalandsliðsins staddur í höfuðborginni, en liðið æfir í Egilshöllinni um helgina ásamt því að leika æfingaleik. Elvar Freyr Pálsson sendi okkur nokkrar myndir frá æfingaleiknum í kvöld. 
 
	
		
		
		
			
					31.01.2014			
	
	Hið árlega minningarmót um Magnus E. Finnsson, þar sem eldri/heldri leikmenn reyna með sér í íshokkí, fer fram um helgina. 
 
	
		
		
		
			
					29.01.2014			
	
	Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Team Helgi og SA mætast í fyrsta leik Magga Finns mótsins í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 20.15.
 
	
		
		
		
			
					28.01.2014			
	
	Garpar og Ice Hunt unnu leiki fyrstu umferðar Íslandsmótsins í krullu sem hófst í gær. Garpar hófu titilvörnina með naumum sigri eftir ævintýralegan viðsnúning í síðari hluta leiksins.
 
	
		
		
		
			
					27.01.2014			
	
	Fimm lið eru skráð til leiks á Íslandsmótinu í krullu, öll úr röðum Krulludeildar SA. Fyrsta umferð mótsins verður í kvöld og þá verður einnig dregið um töfluröð.
 
	
		
		
		
			
					26.01.2014			
	
	Hæsta skor sem sést hefur hjá íslenskum skautara fyrir frjálst prógramm. Tvisvar nær hnökralaus tvöfaldur Axel. Fjallað er um árangur Hrafnhildar á RIG-síðu mbl.is í dag.