Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á HM á sunnudag

Íslenska U20 drengja landslið Íslands er nú lagt af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun á næstu dögum leika á Heimsmeistaramótinu í 2 deild B. Í riðlinum eru Ástralía, Holland, Ísrael, Nýja-Sjáland og Serbía auk Íslenska liðsins en íslenska liðið mætir Ísrael í sínum fyrsta leik á sunnudag. SA á 13 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn og þjálfarateymi. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands á sunnudag gegn Ísrael hefst kl. 15:00.

Sædís Heba Guðmundssdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2025

Listskautakonan Sædís Heba Guðmundssdóttir og íshokkímaðurinn Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2025 og voru heiðruð og veitt viðurkenningar af Skautafélagi Akureyrar í gærkvöld. Bæði tvö hafa nú þegar verið valin íþróttafólk sinnar deildar innan félagsins en eru einnig skautakona og íshokkíkarl ársins hjá sínum sérsamböndum, Skautasambandi Íslands og Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2025 en valið verður kunngjört á íþróttahátið Akureyrar 29. janúar næstkomandi í menningarhúsinu Hofi.

Ofurhelgi í Skautahöllinni um helgina

Það verður svokölluð OFURHELGI um helgina í Skautahöllinni á Akureyri þar sem öll liðin í Toppdeild karla mætast á sama staðnum á föstudag, laugardag og sunnudag. Allir leikirnir byrja kl. 16:45 og er sérstekur Ofurpassi til sölu sem gildir á alla leikina. 

Streymi íshokkíleikja í nýja streymisveitu

Allir íshokkíleikir á vegum Íshokkísambands Íslands færast núna um áramótin yfir af Youtube yfir á nýja streymisveitu. Icehockeyiceland.tv. Upplýsingar um þessa breytingu má finna í tilkynningu á heimasíðu Íshokkísambandis Íslands:

Árið 2026 byrjar með stórri hokkíhelgi

Við hefjum nýtt ár með risa hokkíhelgi með tveimur heimaleikjum í Toppdeild kvenna og tveimur leikjum í U22. Kvennalið Fjölnis og U22 lið Fjölnis mæta í heimsókn í Skautahöllina og leika bæði laugardag og sunnudag.