Sumardagskráin hjá Skautafélaginu

Það eru nóg um að vera í skautaíþróttunum í sumar fyrir fríska krakka. Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2018-2014 daganna 10. - 14. Júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Skráning á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki

Vorsýningin á laugardag - 1. júní

Velkomin á vorsýningu listskautadeildar - Encanto á ís á laugardag 1. júní kl 16:00 💐⛸🍀 Miðasala á staðnum: 2500 kr fyrir 18 ára og eldri 1500 kr fyrir 17 ára og yngri - frítt inn fyrir 5 ára og yngri Foreldrafélag listskautadeildar verður með veitingasölu.

Ólöf Björk Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar

Ólöf Björk Sigurðardóttir var gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar fyrir störf sín fyrir Skautafélag Akureyrar á aðalfundi þess sem fram fór í gærkvöld. Ólöf Björk, sem lét af formennsku íshokkídeildar fyrr í vikunni, hefur verið formaður íshokkídeildar í 20 ár og setið í aðalstjórn Skautafélags Akureyrar í 15 ár.

Formannsskipti í íshokkídeild

Mikil tímamót eiga sér nú hjá íshokkídeild SA þar sem að formannsskipti eru að eiga sér stað. Ólöf Björk Sigurðardóttir eða Ollý eins og við þekkjum hana hefur látið af störfum sem formaður íshokkídeildarinnar eftir 20 ár sem formaður hennar. Við keflinu tekur Elísabet Inga Ásgrímsdóttir eða Beta eins og hún er jafnan kölluð.

Ný stjórn íshokkídeildar SA

Aðalfundur íshokkídeildar fór fram í gærkvöldi í félagssalnum í Skautahöllinni og var fundurinn vel sóttur. Á dagkrá voru hefðbundin aðalfundarstörf en fyrir fundinum lá þó að Ólöf Björk Sigurðardóttir sem hefur verið formaður deildarinnar í 20 ár myndi ekki gefa kost á sér áfram í formannsembættið.

Minningarorð

Í dag kveðjum við fyrrum skautara og þjálfara hana Evu Björg Halldórsdóttur sem lést af slysförum á síðasta vetrardag 24.apríl síðastliðinn. Við minnumst Evu Bjargar með hlýju. Hún var samviskusamur og kröftugur skautari sem sinnti æfingum og keppni í skautaíþróttinni af alúð. Þetta gerði hún samhliða æfingum og keppni á skíðum. Hennar er minnst sem góðs vinar, hvetjandi æfingafélaga og öflugs skautara. Við minnumst hennar einnig sem athugulum, samviskusömum og ljúfum þjálfara, en hún kom meðal annars að þjálfun byrjenda hjá okkur í nokkur ár. Við sendum Vilborgu Þórarinsdóttur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk í sorginni. Hvíldu í friði kæra Eva Björg Stjórn LSA, stjórn SA, iðkendur og foreldrar LSA

Sheldon Reasbeck ráðinn aðalþjálfari SA

Sheldon Reasbeck hefur verið ráðinn nýr aðalþjálfari SA. Sheldon, sem er 38 ára Kanadamaður, hefur mikla reynslu úr þjálfun AAA hokkí í heimabæ sínum, Kapuskasing en einnig verið virkur í þjálfun fylkisliða og leikmannaþróun í Norður Ontario.

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA fyrir börn fædd 2018-2014 verður haldið í júní. Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skránin á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki

Aðalfundur aðalstjórnar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 23. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 í félagssal Skautahallarinnar. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur listskautadeildar 22. maí

Fundarboð - Aðalfundur listskautadeildar Skautafélags Akueyrar verður haldinn miðvikudaginn 22.maí næstkomandi og hefst hann klukkan 19:30.