U20 landslið Íslands niður um deild

Hópur leikmanna og starfsfólks í U20 landsliði Íslands frá Skautafélagi Akureyrar.
Hópur leikmanna og starfsfólks í U20 landsliði Íslands frá Skautafélagi Akureyrar.

U20 ungmennalandslið Íslands í íshokkí féll niður um deild eftir grátlega niðurstöðu í síðasta leik þar sem liðið tapaði gegn Ástralíu með minnsta mun. Sigur í leiknum hefði tryggt liðinu áframhaldandi sæti í deildinni eftir frækinn sigur gegn Serbíu í leiknum þar á áður en þess í stað fellur liðið niður um deild. Ísland var með 3 marka forystu fyrir síðustu lotuna en Ásralía vann upp 3 marka muninn í tvígang og skoruðu 6 mörk í síðustu lotunni gegn 2 mörkum Íslands og unnu 6-5 og tryggðu sér silfurverðlaun með sigrinum. Holland var lang sterkasta liðið í riðlinum og fer upp um deild og Ísrael fékk brons.