29.10.2024
Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliðar þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
24.10.2024
Dómaranefnd íshokkísambandsins boðar til dómaranámskeiðs laugardaginn 26. október 2024. Námskeiðið verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 13:00.
Dómaranefndin óskar eftir að fá alla sem munu dæma á yngri flokka mótum, bæði unga leikmenn og vel skautandi einstaklinga úr fullorðinsstarfi, óháð því hvort þeir séu keppendur í mótum sambandsins eða ekki á þetta námskeið.
Félagsmenn í SA eru hvattir til þess að skrá sem flesta á þetta námskeið. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum netið hér eða skanna QR-kóðann hér að neðan til að komast beint í skráningarformið.
09.10.2024
Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar (SA) hefur undirritað nýjan þriggja ára samstarfssamning við Jako sem mun sjá deildinni fyrir íþróttafatnaði. Mikil ánægja er meðal félagsins með samstarfið sem hófst á síðasta ári. Jako hefur frá upphafi veitt framúrskarandi þjónustu og hefur komið til Akureyrar til að halda mátunardaga fyrir iðkendur SA.
03.10.2024
SA tekur á móti Fjölni í Toppdeild kvenna á sunnudag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur var skemmtilegur en þessi verður enn skemmtilegri. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða og ársmiðasala á Stubb.
Burger fyrir leik og í leikhléi.
Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin.
Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/nKKwLn
Ársmiðasala https://stubb.is/sa/passes
25.09.2024
Fyrstu heimaleikir vetrarins í bæði kvenna og karla á laugardag þegar Skautafélag Reykjavíkur kemur í heimsókn. Ertu búin að tryggja þér ársmiða?
18.09.2024
Styrktu félagið, styrktu strákana og stelpurnar og tryggðu þér gott verð af öllum heimaleikjum í vetur. Öllum ársmiðum fylgir aðgangur að betri stofunni fyrir leik og í leikhléi. Þú finnur Ársmiða SA inn á Stubb.
Ársmiði á kvennaleiki SA - 10.000 kr.
Ársmiði á karlaleiki SA - 10.000 kr.
Ársmiði SA FAN - gildir á bæði karla og kvennaleiki - 15.000 kr.
Ársmiði SA Ungir (17-20 ára) – 9.000 kr.
Gullkort – 65.000 kr. (takmarkað magn í boði, fyrstir koma, fyrstir fá – tryggðu þitt sæti)
Árskortin gilda aðeins á deildarkeppnina en fylgir aðgangur að betri stofunni í úrslitakeppni með aðgangsmiða.
Gullkortið gildir bæði í deildar- og úrslitakeppni. Gullkortinu fylgir þitt eigið sæti svo þú getir horft á leikinn beint úr betri stofunni á besta stað. Hamborgari og drykkur fylgir Gullkortinu.
12.09.2024
Meistaraflokkar SA karla og kvenna hefja bæði leik í deildarkeppninni á laugardag þegar liðin ferðast suður og leika bak í bak leiki við Fjölni í Egilshöll. Mikil eftirvænting er fyrir fyrstu leikina í deildarkeppninni og fyrir því hvernig liðin koma úr undirbúningstímabilinu sem hefur staðið yfir frá í byrjun ágúst. Liðin okkar bæði eru vel mönnuð frá síðasta tímabili en þó með nokkrum leikmannabreytingum.
31.08.2024
Íshokkítímabilið hefst formlega í dag með fyrstu keppnileikjunum í Íslandsmóti en það eru tveir U16 leikir sem báðir verða spilaðir eru í Skautahöllinni hjá okkur í dag. Fyrri leikurinn er lið SA Víkinga gegn Fjölni kl 16:30 og sá síðari leikur SA Jötna gegn SR kl 19:00. Ein deild er í þessu móti þar sem SA teflir fram tveimur liðum en SR og Fjölnir sitthvoru liðinu. Við hvetjum íshokkíunendur að mæta í höllina og horfa á skemmtilega íshokkíleiki.
26.08.2024
Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
24.05.2024
Mikil tímamót eiga sér nú hjá íshokkídeild SA þar sem að formannsskipti eru að eiga sér stað. Ólöf Björk Sigurðardóttir eða Ollý eins og við þekkjum hana hefur látið af störfum sem formaður íshokkídeildarinnar eftir 20 ár sem formaður hennar. Við keflinu tekur Elísabet Inga Ásgrímsdóttir eða Beta eins og hún er jafnan kölluð.