SA Íslandsmeistarar í U18

U18 lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld þegar liðið lagði SR 11-1 í Laugardalnum. SA var að vinna sinn 7 leik í mótinu og ekki enþá tapað leik en SR og Fjölnir bæði búin að leika fleiri leiki og eiga ekki möguleika á að ná SA úr þessu. Frábær árangur hjá þessum samheldna hópi leikmanna sem spennandi verður að  fylgjast með á komandi árum.

Tvíhöfði í Skautahöllinni um helgina

SA liðin leika bæði heimaleiki við Fjölni í Hertz-deildunum á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst taka SA Víkingar á móti Fjölni í Hertz-deild karla kl. 16:45 og stelpurnar í SA mæta Fjölni í Hertz-deild kvenna kl. 19:30. Miðaverð á leikina er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri en forsala miða er hafinn á Stubb. Foreldrafélag íshokkídeildar grillar hamborgara fyrir gesti í nýju félagsaðstöðunni á meðan birgðir endast en kveikt verður á grillinu frá kl. 15:30. Samlokugrillið í sjoppunni verður einnig funheitt svo engin ætti að verða svangur á leikjunum. 

U20 landslið Íslands með sögulegan árangur

U20 ungmennalandslið Íslands í íshokkí náði sögulegum árangri um helgina þegar liðið vann bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í II deild b sem fram fór í Pionir Arena í Belgrad í Serbíu. Ísland tryggði sér bronsið með því að leggja Chinese Tapei örugglega 9-4 í síðasta leik en áður hafði liðið unnið bæði Ástralíu og Belgíu. Rúmenía sem stal sigrinum gegn Íslandi í síðustu viku vann svo gullverðlaunin og fer upp um deild. Bronsverðlaunin eru besti árangur sem Ísland hefur náð í þessum aldursflokki á heimsmeistaramóti svo árangurinn er sögulegur merki um gæði nýrrar kynslóðar leikmann sem nú eru að koma upp í íslensku íshokkí. SA Víkingurinn Arnar Helgi Kristjánsson var valin besti varnarmaður mótsins en hann var stigahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 9 stig (2+7) og þriðji stigahæsti leikmaður mótsins. Akureyringarnir Alex Máni Sveinsson, nú leikmaður Örnskoldsvik í sænsku 1. deildinnim, var markahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 4 mörk (4+4) og Helgi Þór Ívarsson leikmaður var með þriðju hæst markvörsluhlutfall mótsins með 91,87% markvörslu.

SA deildarmeistarar kvenna 2024

SA eru deildarmeistarar 2024 í Hertz-deild kvenna eftir 4-2 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag. Silvía Björgvinsdóttir skoraði 2 marka SA í leiknum á laugardag og þær Sveindís Sveinsdóttir og María Eiríksdóttir sitthvort markið. Shawlee Gaudreault var með 95% markvörslu í leiknum. SA er búið að vinna 11 af 12 leikjum í deildarkeppninni í vetur en liðið á eftir að mæta SR í þrígang og Fjölni einu sinni áður en úrslitakeppnin hefst í byrjun mars.

U20 drengjalandslið Íslands byrjar HM í Serbíu af krafti

U20 drengjalandslið Íslands í íshokkí byrjarði Heimsmeistaramótið í IIb sem fram fer í Belgrad í Serbíu af miklum krafti en liðið vann Ástralíu örugglega 6-0 í sínum fyrsta leik. Mörk Íslands skoruðu þeir Gunnlaugur Þorsteinsson, Birkir Einisson, Alex Máni Sveinsson, Ormur Jónsson, Ýmir Hafliðason og Viggó Hlynsson. Helgi Þór Ívarsson stóð eins og klettur á milli stanganna og varði öll 25 skot Ástralíu í leiknum og Alex Máni Sveinsson var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum. Ísland mætir Rúmeníu í dag kl. 15:00 og er hægt að horfa á leikinn hér í beinni útsendingu. Dagskrá og tölfræði mótsins má sjá hér.

Íslenska U18 kvennalandsliðið með silfurverðlaun á HM í Búlgaríu

U18 kvennalandsliðið í íshokkí vann sifurverðlaun á HM í deild IIb í Búlgaríu sem kláraðist í gærkvöld. Ísland vann 4 leiki af 5 og voru hársbreidd frá gullinu því Nýja-Sjáland mátti ekki tapa stigum gegn Búlgaríu í sínum síðasta leik og skoraði sigurmark leiksins á síðustu mínútum leiksins svo tæpar mátti það ekki standa. Íslenska liðið spilaði frábært íshokkí á mótinu og frammistaðan gefur góð fyrirheit um frammtíðina. Aðalheiður Ragnarsdóttir var valin besti varnarmaður mótsins og Friðrika Magnúsdóttir mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Við óskum liðinu og starfsfólki til hamingju með árangurinn og góðrar ferðar heim.

U18 kvennalandslið Íslands farnar af stað til Búlgaríu

U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí lagði af stað til Sofíu í Búlgaríu nú í morgunsárið til þess að keppa á Heimsmeistaramótinu í íshokkí í II deild B. Auk Íslands eru Belgía, Búlgaría, Nýja-Sjáland, Mexíkó og Suður-Afríka í riðlinum. Fyrsti leikur Íslands er á mánudag en þá mætum við Mexíkó kl. 11:00 á íslenskum tíma. Upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins en við munum birta hlekk á facebook síðu íshokkídeildar með beinu streymi á leikina.

Gunnar Arason og Herborg Geirsdóttir íshokkífólk ársins á Íslandi

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur valið þau Gunnar Arason og Herborgu Rut Geirsdóttur íshokkífólk ársins á Íslandi. Bæði tvö áttu frábært tímabil fyrir Skautafélag Akureyrar á síðasta tímabili og svo haldið áfram með liðum í Svíþjóð á þessu tímabili. Skautafélag Akureyrar óskar þeim báðum innilega til hamingju með nafnbótina og stórkostlega frammistöðu á árinu.

Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar 2023

Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar Skautafélags Akureyrar árið 2023 eru þau Amanda Ýr Bjarnadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og U18 og Jakob Ernfelt Jóhannesson markmaður í meistaraflokki karla og afís þjálfari. Hokkídeildin óskar þeim báðum innilega til hamingju með titlana sem þau er vel að komin.

Undankeppni fyrir Ólympíuleikana fer fram í Reykjavík um helgina

Það er sannkölluð hokkíveisla framundan í höfuðborginni en karlalandsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni Ólympíuleikanna á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru Suður-Afríka, Búlgaría og Eistland. Þetta er frábært tækifæri fyrir hokkíunnendur að sjá landsliðið spila á heimavelli á aðventunni og því skulum við fjölmenna í höllina og hvetja okkar menn. Aðalþjálfari liðsins er Vladimir Kolek og honum til aðstoðar eru Jamie Dumont frá SA og Emil Alengard frá Fjölni. Dagskráin er eftirfarandi: