20.09.2018
SA Víkingar tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn 2018 á sunnudag þegar þeir lögðu SR í síðasta leik lýsisbikarsins. SA Víkingar unnu SR en töpuðu fyrir Birninum síðastliðna helgi í Reykjavík en unnu báða heimaleikina sína núna um helgina nokkuð örugglega og tryggðu sér þar með sigurinn. SA leikmennirnir Thomas Dant-Stuart, Andri Mikaelsson og Jóhann Már Leifsson voru stigahæstu leikmenn lýsisbikarsins en Kristján Árnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 3 mörk í síðasta leiknum og Bjartur Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Til hamingju SA Víkingar.
28.08.2018
Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 12. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélags íshokkídeildar SA
31.05.2018
Vormótið sem kláraðist nú í vikunni var það stærsta sem hokkídeildin hefur haldið og gekk frábærlega í alla staði. Alls tóku 182 keppendur þátt í 5 deildum og 17 liðum.
17.01.2016
Leikir laugardagsins og sunnudagsins voru sendir út bæði á SATV og YouTube og upptökur eru komnar á vimeo.
08.09.2015
Nú er komið að því að skrá sig í NORA skráningarkerfið. Þetta á við ALLA iðkendur, nýja sem gamla.
21.01.2015
Víkingar báru sigurorð af Birninum í topslag deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-1. Víkingar náðu fram hefndum frá óförunum í byrjun mánaðar þegar liðið tapaði 5-0 í Egilshöll og náðu með sigrinum 3 stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar. Gæði leiksins voru ívið meiri en sést hafa í vetur og greinilegt að mikið var undir en bæði lið eru nú í mikilli baráttu um stigin sem vantar uppá að tryggja sæti í úrslitakeppninni.
28.11.2014
Víkingar leiða deildina með 5 stiga forystu. Mun leiknum verða streymt á IHI-TV ?
22.09.2014
SA-Víkingar sigruðu Björninn um nýliðna helgi með 6 mörkum gegn 3. Víkingar telfdu fram tveimur nýjum leikmönnum en þó engum nýliðum í fjarveru Andra Más Mikaelsonar og Einars Valentin sem eru frá vegna meiðsla. Hinn mikli markaskorari Rúnar Freyr Rúnarsson reimaði aftur á sig skautanna og einnig Hilmar Leifsson sem er aftur kominn til starfa eftir framlengt sumarfrí.
08.09.2014
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðskipan SA-Víkinga í meistaraflokki karla yfir sumartímann en liðið sem varð Íslandsmeistari hefur bæði misst og bætt við sig leikmönnum. Richard Tahtinen verður áfram þjálfari liðsins en hann gerði góða hluti með liðið á síðasta ári og getur vonandi byggt ofan á þann grunn á þessu tímabili.