15.03.2014
Þrátt fyrir að hafa oft leikið betur náðu Víkingar á endanum að leggja Björninn að (s)velli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í íshokkí.
14.03.2014
SA Víkingar taka á móti Birninum í kvöld kl. 20.00 í úrslitakeppni Íslandsmótsins í íshokkí. Þetta er fyrsti leikur liðanna. Vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum.
13.03.2014
Leik Víkinga og Bjarnarins, sem vera átti í dag kl. 19.30, hefur verið frestað til morguns. Nýr leiktími er kl. 20.00 föstudagskvöldið 14. mars. Skautadiskó fellur því niður vegna þessa.
12.03.2014
Deildarmeistarar Víkinga unnu öruggan átta marka sigur á SR-ingum í lokaleik deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí í gær. Víkingar enduðu deildina með átta stiga forskoti á Björninn.
11.03.2014
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. mars, mætast Víkingar og SR í mfl. karla á Íslandsmótinu í í shokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30.
09.03.2014
Lið SA sigraði lið Bjarnarins með fimm mörkum gegn engu í öðrum úrslitaleik liðanna á Íslandsmóti kvenna í íshokkí í kvöld og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 13. sinn.
09.03.2014
Í kvöld kl. 19.00 mætast SA og Bjönrinn í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er annar leikur í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna og getur lið SA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld.
09.03.2014
Kvennalandslið íslands í íshokkí heldur bingó í sal Lionsklúbbins Hængs, Skipagötu 14, í dag kl. 13.00. Allur ágóði fer í undirbúning fyrir þátttöku í Heimsmeistaramótinu sem liðið tekur þátt í síðustu vikuna í mars.
08.03.2014
Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn og oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Birninum í dag. Fyrsti leikur í úrslitakeppninni verður á fimmtudagskvöldið kemur.
08.03.2014
Í dag kl. 17.30 mæta Víkingar Birninum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Með sigri eða framlengingu tryggja Víkingar sér deildarmeistaratitilinn. Tapi Víkingar fá þeir tækifæri til að tryggja sér titilinn og oddaleiksréttinn á þriðjudagskvöld þegar lið SR kemur norður.