01.02.2014
Nú er tveimur umferðum af fimm lokið á Magga Finns mótinu í íshokkí sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Team Gulli er með fullt hús eftir leiki föstudagskvöldsins.
01.02.2014
Um helgina er æfingahópur kvennalandsliðsins staddur í höfuðborginni, en liðið æfir í Egilshöllinni um helgina ásamt því að leika æfingaleik. Elvar Freyr Pálsson sendi okkur nokkrar myndir frá æfingaleiknum í kvöld.
31.01.2014
Hið árlega minningarmót um Magnus E. Finnsson, þar sem eldri/heldri leikmenn reyna með sér í íshokkí, fer fram um helgina.
29.01.2014
Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Team Helgi og SA mætast í fyrsta leik Magga Finns mótsins í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 20.15.
26.01.2014
Lið SA1 í 4. flokki er nú í efsta sæti Íslandsmótsins í íshokkí og afar líklegt til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan sigur á helgarmóti sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina.
26.01.2014
Jötnar mættu Húnum í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Heimamenn sigruðu, 6-2.
24.01.2014
Annar hluti Íslandsmótsins í 4. flokkí hokkí fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Dagskrá mótsins er klár.
23.01.2014
Á myndinni sem hér fylgir er verkefni fyrir áhugafólk um íshokkíreglur. Finndu villuna...
21.01.2014
Víkingar sigruðu SR-inga í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld, 4-1. Víkingar eru einu stigi á eftir Birninum eftir 11 leiki.
21.01.2014
Í kvöld mætast Víkingar og SR á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst hefst kl. 19.30.