30.03.2014
Í kvöld leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í 2. deild B á HM kvenna í íshokkí sem fram fer í Reykjavík. Þurfa sigur til að halda fjórða sætinu.
29.03.2014
Laugardaginn 29. mars mætast Jötnar og Húnar öðru sinni í úrslitum B-liða á Íslandsmóti karla í íshokkí. Húnar unnu fyrsta leikinn og því verða Jötnar að vinna á laugardaginn til að knýja fram oddaleik. Leikurinn hefst kl. 17.
27.03.2014
Húnar leiða einvígið gegn Jötnum eftir 4-2 sigur í Egilshöllinni í gærkvöldi. Annar leikur liðanna verður á laugardaginn í Skautahöllinni á Akureyri. Mikilvægt að áhorfendur mæti og láti í sér heyra.
26.03.2014
Jötnar eru á suðurleið og mæta Húnum í fyrsta leik úrslitakeppni B-liða í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn verður í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30. Annar leikurinn verður á Akureyri á laugardag.
26.03.2014
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí varð að játa sig sigrað í öðrum leik sínum í 2. deild B á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal þessa dagana. Enn góðir möguleikar á verðlaunasæti.
25.03.2014
Kvennalandsliðið í íshokkí vann fyrsta leik sinn á HM 2. deild B sem fram fór í gær. Mæta Slóvenum í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á leikinn og varð "Gunnlaugsdóttir" um stund.
24.03.2014
Kvennalandsliðið í íshokkí verður á svellinu í Skautahöllinni í Laugardal þessa vikuna þar sem liðið spilar í 2. deild B í Heimsmeistaramótinu. Fyrsti leikurinn er í kvöld. Tvær af hverjum þremur í liðinu eru í SA og þrjár að auki fyrrum leikmenn SA.
23.03.2014
Meistaraflokkur karla í íshokkí hjá Skautafélaginu bryddar upp á skemmtilegri nýjung og nú býðst hópum og fyrirtækjum að spila alvöru íshokkíleik með dómurum, þjálfurum og öllu tilheyrandi.
18.03.2014
Íslandsmeistarar! SA Víkingar lögðu Björninn, 5-3, í þriðja leik liðanna á Íslandsmóti karla í íshokkí og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með sannkölluðum glæsibrag, unnu einvígið 3-0.
18.03.2014
Þriðji leikur í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí fer fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Víkingar leiða einvígið, 2-0, en þrjá sigra þarf til að hampa titlinum.