Tap og sigur hjá Jötnum

Eftir naumt tap gegn Húnum í Egilshöllinni í gærkvöldi náðu Jötnar að sigra Fálka í kvöld með sex marka mun.

Tvisvar vítakeppni hjá 3. flokki

Um liðna helgi mætti leið 3. flokks Reykjavíkurliðunum á Íslandsmótinu í íshokkí. Liðið er í 2. sæti Íslandsmótsins.

Teflt á tæpasta vað, tap gegn Birninum

SA tapaði með eins marks mun gegn Birninum í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí um helgina. Þrenna frá Silvíu Rán dugði ekki til. Björninn er kominn með sex stiga forystu, en SA á leik til góða.

Tvö SA-lið syðra um helgina

Meistaraflokkur kvenna og 3. flokkur eru í höfuðborginni að spila hokkí. Leik Jötna gegn Húnum, sem átti að vera í Egilshöllinni í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Myndir frá Magga Finns mótinu

Myndir komnar inn frá mótinu 2014

Team Gulli sigraði á Magga Finns mótinu

Sex lið, tvö eyfirsk og fjögur að sunnan, tóku þátt í Magga Finns mótinu í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Team Gulli úr höfuðborginni, öðru nafni Ungmennafélagið Langatöng, vann mótið, SA varð í öðru sæti og SR í þriðja.

Víkingar sigldu fram úr í lokin

Víkingar unnu sigur á SR í Laugardalnum í kvöld. Lentu undir í upphafi, en tryggðu sigurinn með þremur mörkum á síðasta korterinu.

Magga Finns mótið - úrslit kvöldsins

Nú er tveimur umferðum af fimm lokið á Magga Finns mótinu í íshokkí sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Team Gulli er með fullt hús eftir leiki föstudagskvöldsins.

Kvennalandsliðið við æfingar

Um helgina er æfingahópur kvennalandsliðsins staddur í höfuðborginni, en liðið æfir í Egilshöllinni um helgina ásamt því að leika æfingaleik. Elvar Freyr Pálsson sendi okkur nokkrar myndir frá æfingaleiknum í kvöld.

Magga Finns mótið um helgina

Hið árlega minningarmót um Magnus E. Finnsson, þar sem eldri/heldri leikmenn reyna með sér í íshokkí, fer fram um helgina.