01.03.2014
SA og Björninn mættust í lokaleik deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í kvöld. SA þurfti að vinna með átta marka mun til að ná efsta sætinu, en niðurstaðan varð allt önnur.
01.03.2014
Víkingar sigruðu Björninn, 6-3, í dag og náðu tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir eiga tvo leiki eftir, en Björninn einn.
01.03.2014
Víkingar mæta Birninum í karlaflokki kl. 16.30 í dag og SA mætir Birninum í kvennaflokki um kl. 19. Báðir leikirnir skipta gríðarlegu máli upp á framhaldið, titla og oddaleiki í úrslitakeppninni.
Vegna leikjanna er styttur almenningstími í dag, opið kl. 13-16.
27.02.2014
Jötnar töpuðu fyrir Fálkum, 1-3, í lokaleik sínum í deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí karla í kvöld.
27.02.2014
Í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. febrúar, mætast Jötnar og Fálkar í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30. Þetta er lokaleikur Jötna í deildarkeppninni.
22.02.2014
Kvennalið SA á enn erfiða leið fyrir höndum til að verja deildarmeistaratitilinn og tryggja sér oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni gegn Birninum, þrátt fyrir 16 marka sigur á SR í kvöld. Þurfa átta marka sigur gegn Birninum í lokaleik deildarinnar.
22.02.2014
Í kvöld mætast SA og SR í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Athygli er vakin á breyttum leiktíma, en leiknum seinkar vegna leikja í VÍS-móti SA í íshokkí í 5., 6. og 7. flokki.
Leikur SA og SR hefst kl. 19.50.
18.02.2014
Víkingar fóru hægt af stað í leik sínum gegn Birninum sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, en þegar mulningsvélin vaknaði var Björninn unninn. Víkingar náðu tveggja stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar.
18.02.2014
Í kvöld verður tekið fyrsta skrefið í lokasprettinum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí þegar Björninn kemur norður og mætir Víkingum. Einu stigi munar á liðunum.
15.02.2014
Þrjú stig skilja að SA og Björninn í deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna. Markatalan er Birninum í hag jafnvel þótt SA tækist að jafna stigatöluna með sigri í lokaleik liðsins í deildinni.