Jötnar-Fálkar // SA-SR

Laugardaginn 14. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Fálkar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og SR í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, um eða upp úr kl. 19.

Níu frá SA í æfingahópi U-18

Æfingabúðir U-18 landsliðsins í íshokkí verða í Reykjavík á milli jóla og nýárs. Níu leikmönnum frá SA hefur verið boðið að taka þátt.

Fréttir af 3. og 4. flokki

Yngri flokkarnir í íshokkí hafa æft á fullu og nýlega voru bæði 3. og 4. flokkur í eldlínunni í Íslandsmótinu. Hér eru síðbúnar fréttir af þessum flokkum.

Tvö frá SA valin íshokkífólk ársins af ÍHÍ

Þau Jónína Margrét Guðbartsdóttir og Ingvar Þór Jónsson hafa verið útnefnd sem íshokkifólk ársins 2013 af Íshokkísambandi Íslands.

Tveir leikir í 3. flokki í dag: SA - Björninn

Lið SA og Bjarnarins í 3. flokki eigast tvívegis við í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Leikirnir eru í Íslandsmótinu í íshokkí, en SR mætir ekki með lið norður að þessu sinni.

Guð hjálpi þeim er verða fyrir Jötnum á ferð

Ásgrímur Ágústsson, hirðljósmyndari og heiðursfélagi SA, færði okkur í dag myndir frá leik Jötna og SR sem fram fór á laugardaginn. Úr safninu bjó hann svo til skemmtilega seríu undir heitinu "Guð hjálpi þeim er verða fyrir Jötnum á ferð, leikur Jötna að SR". Hér er serían...

Sigur(ðar)mark á síðustu mínútunni!

Aðra helgina í röð mega SR-ingar bíta í það súra epli að fara heim með tap á bakinu eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunni. Í kvöld voru það Jötnar sem mættu SR og höfðu sigur, 4-3 í spennandi leik þar sem ýmislegt gekk á.

Jötnar-SR í dag // Nýjar myndir frá síðustu leikjum

Í dag, laugardaginn 30. nóvember kl. 17.30 mætast Jötnar og SR á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.

It's the most wonderful time of the year

Jólin nálgast og finnst mörgum aðdragandi jólanna og jólin vera dásamlegasti tími ársins. Einn og átta eru væntanlega farnir að búa sig undir ferð til byggða, enda gjafmildir gaurar þar á ferð. Gestgjafarnir í Egilshöllinni voru líka gjafmildir í gær og mörkin: 1 og 8!

Sunna með þrjú mörk í sigri á SR

SA sigraði SR í mfl. kvenna í gærkvöldi, 7-4. Sunna Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk og SA er eitt á toppi deildarinnar.