Tap í öðrum leik Víkinga í Continental Cup

KHL Sisak fór með sigurinn úr leiknum í dag en þrátt fyrir nokkuð jafnræði í leiknum framan af náðu Krótatarnir fjögurra marka forystu um miðja aðra lotuna sem reyndist okkar mönnum of mikið til að brúa og lokatölur 6-2. Sisak var með 41 skot á mark á móti 28 skotum Víkinga og Jakob varði 25 skot í markinu og var maður leiksins hjá Víkingum. Andri Mikaelsson og Birkir Einisson skoruðu mörk Víkinga í leiknum. SA mætir Eistnesku meisturunum í Tartu Valk á morgun en Víkingar geta náð öðru sætinu í riðlinum með sigri en leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma.

SA Víkingar með sigur í fyrsta leik Continental Cup

Frábær byrjun hjá drengjunum okkar í Continental Cup en SA Víkingar voru að vinna NSA Sofia 6-5 í algjörum spennitrylli í Búlgaríu þar sem úrslitin réðust í vítakeppni en Jói Leifs skoraði sigurmarkið í vítakeppninni. SA Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum og sigurinn verðskuldaður en Víkingar voru með 47 skot á móti 26. Jói var valinn maður leiksins en hann var með 2 mörk í leiknum og skoraði önnur 2 mörk í vítakeppninni. Andri Már, Gunni Ara og Birkir Einissonskoruðu hin mörkin.

SA Víkingar í Continental Cup

SA Víkingar lögðu nú í morgunsárið af stað frá Akureyri til Sófíu í Búlgaríu þar sem liðið tekur þátt fyrstu umferð Continental Cup nú um helgina. Continental Cup er Evrópukeppni meistaraliða Evrópu frá síðasta tímabili í en átta lið frá átta löndum taka þátt í fyrstu umferð í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem sigurvegarar hvors riðils fara áfram í næstu umferð.

Krullan hefst mánudaginn 26. September

Opinn ís-tíma fyrir alla “gömlu” iðkendur LSA

Ertu fyrrum skautari og langar að rifja upp taktana á ísnum? Nú er tækifærið! Næstkomandi 5 miðvikudagskvöld (21/9 - 19/10) mun listhlaupadeildin bjóða uppá opinn ís-tíma kl. 20:20-21:05 fyrir alla “gömlu” iðkendur LSA.

U20 íshokkílandsliðið hefur keppni á HM í Serbíu í dag

Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 2. deild B sem fer fram í Berlgrad í Serbíu. Ísland mætir Hollandi í dag í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 14.30.

Æfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 12. september

Æfingar hefjast samkvæmt næsta mánudag 12. september. Byrjendur geta komið og prófað að æfa frítt út september hjá báðum deildum. Fyrsta byrjendaæfingin hjá listhlaupadeild er á mánudag og hjá hokkídeild á þriðjudag.

Frítt að prófa æfa listhlaup út september

Frítt að prófa æfa listhlaup á skautum út september. Æfingar á ís hefjast mánudaginn 12. september. Allur búnaður á staðnum bara mæta 20 mín fyrir æfingu í Skautahöllina. Æfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 16:30-17:35.

Æfingar fyrir byrjendur hefjast 7. september

Æfingar í listhlaupi og hokkí fyrir byrjendur hefjast 7. september.

Nýjar frystivélar

Nýrri frystivél var komið fyrir sunnan við skautahöllina í dag en sú gamla var úr sér gengin en hún hefur þjónað skautafólki síðan 2001. Gamla vélin var hífð frá og nýrri vél sem smíðuð var í Tékklandi var komið í staðinn. Nýja frystivélin er með kolsýrukerfi sem er umhverfisvænn kælimiðill en næstu dagar fara í að tengja nýju vélina kerfið svo hægt sé að hefja ísgerð fyrir nýtt skautatímabil.