SA Víkingar vs SR í Hertz-deild karla á laugardag

SA Víkingar taka á móti SR í Hertz-deild karla á laugardag á heimavelli í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin mætust í Laugardal um síðustu helgi í hörku hokkíleik þar sem SR hafði betur en SA Víkingar ætla sér að jafna metin um helgina. Leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

Frábær frammistaða SA Víkinga í opnunarleiknum

SA Víkingar unnu virkilega sannfærandi sigur með góðri frammistöðu í opnunarleik tímabilsins í Hertz-deild karla. SA Víkingar snéru heim úr Evrópukeppninni á mánudag en það var hvergi Evrópuþreytu að sjá í leik SA Víkinga sem skoruðu 7 mörk áður en Fjölnismenn náðu að svara með einu marki undir lok leiksins. SA Víkingar voru með 44 skot í leiknum á móti 23 skotum Fjölnis og Róbert Steingrímsson varði 22 skot í marki Víkinga sem er 95,7 % markvarsla. Frabær byrjun á tímabilinu hjá Víkingum en næst eiga Víkinga leik í Laugardal um næstu helgi þegar liðið sækir SR heim.

Haustmót ÍSS 2022

Haustmót ÍSS 2022 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal helgina 30. sept - 2. okt. LSA átti 7 keppendur á mótinu og þrátt fyrir aðeins 3 vikna undirbúning, eftir sumarlokun hallarinnar fyrir norðan, stóðu stelpurnar okkar sig frábærlega.

Fyrsti heimaleikur SA Víkinga á laugardag

SA Víkingar hefja leik í Hertz-deild karla á laugardag þegar liðið tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar komu heim úr Evrópukeppni á mánudag og koma á fljúgandi ferð inn í deildarkeppnina en Fjölnir hefur spilað tvo leiki í deildinni og tapaði þeim síðasta í vítakeppni gegn SR. Leikurinn hefst kl. 17:00 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

SA Víkingar í 3. sæti í Continental Cup

SA Víkingar enda í 3. sæti A-riðils fyrstu umferðar Continental Cup en það má teljast góður árangur og drengirnir geta gengið stoltir frá borði. Tartu Valk var aðeins of stór biti fyrir Víkinga í þriðja og síðasta leik keppninnar en Víkingar náðu ekki að halda nægilega lengi út en Eistarnir áttu greinilega meira á tanknum þegar leið á leikinn og vinna 8-0. SA Víkingar voru með 25 skot í leiknum á móti 30 skotum Eistanna og Ingvar Þór Jónsson var maður leiksins hjá Víkingum í kvöld.

Tap í öðrum leik Víkinga í Continental Cup

KHL Sisak fór með sigurinn úr leiknum í dag en þrátt fyrir nokkuð jafnræði í leiknum framan af náðu Krótatarnir fjögurra marka forystu um miðja aðra lotuna sem reyndist okkar mönnum of mikið til að brúa og lokatölur 6-2. Sisak var með 41 skot á mark á móti 28 skotum Víkinga og Jakob varði 25 skot í markinu og var maður leiksins hjá Víkingum. Andri Mikaelsson og Birkir Einisson skoruðu mörk Víkinga í leiknum. SA mætir Eistnesku meisturunum í Tartu Valk á morgun en Víkingar geta náð öðru sætinu í riðlinum með sigri en leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma.

SA Víkingar með sigur í fyrsta leik Continental Cup

Frábær byrjun hjá drengjunum okkar í Continental Cup en SA Víkingar voru að vinna NSA Sofia 6-5 í algjörum spennitrylli í Búlgaríu þar sem úrslitin réðust í vítakeppni en Jói Leifs skoraði sigurmarkið í vítakeppninni. SA Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum og sigurinn verðskuldaður en Víkingar voru með 47 skot á móti 26. Jói var valinn maður leiksins en hann var með 2 mörk í leiknum og skoraði önnur 2 mörk í vítakeppninni. Andri Már, Gunni Ara og Birkir Einissonskoruðu hin mörkin.

SA Víkingar í Continental Cup

SA Víkingar lögðu nú í morgunsárið af stað frá Akureyri til Sófíu í Búlgaríu þar sem liðið tekur þátt fyrstu umferð Continental Cup nú um helgina. Continental Cup er Evrópukeppni meistaraliða Evrópu frá síðasta tímabili í en átta lið frá átta löndum taka þátt í fyrstu umferð í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem sigurvegarar hvors riðils fara áfram í næstu umferð.

Krullan hefst mánudaginn 26. September

Opinn ís-tíma fyrir alla “gömlu” iðkendur LSA

Ertu fyrrum skautari og langar að rifja upp taktana á ísnum? Nú er tækifærið! Næstkomandi 5 miðvikudagskvöld (21/9 - 19/10) mun listhlaupadeildin bjóða uppá opinn ís-tíma kl. 20:20-21:05 fyrir alla “gömlu” iðkendur LSA.