Íslandsmótið í Krullu 2024

Íslandsmótið 2024 hefst mánudaginn 22 janúar. Samhliða Íslandsmótinu verður leikið um Gimli-bikarinn. Mótið fer þannig fram að allir spila við alla, tvær umferðir (heima og heiman). Sex endar og jafntefli leyfð. Fyrst telja stig, síðan endar, svo steinar og loks innbyrðis viðureignir. Þegar mótið er hálfnað þ.e. allir hafa leikið við alla einu sinni, verður liðið sem þá er í efsta sæti krýnt Gimli meistari.

Þátttökutilkynningar liða ásamt liðsmönnum sendist á hallval@outlook.com, í seinasta lagi 20 janúar.