Akureyrarmót 2011

Á Akureyrarmótinu í listhlaupi sem lauk í dag var krýndur nýr Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í Novice A flokknum og hlaut því titilinn Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum 2011. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel í vetur, unnið vel og er því vel að titlinum komin. Við óskum Hrafnhildi Ósk innilega til hamingju með titilinn og frábæran árangur í vetur.

Akureyrarmótið gekk vel og stóðu stelpurnar okkar sig gríðarlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Myndir frá mótinu er hægt að skoða HÉR.

ÆFINGAR Á MORGUN SUNNUDAG

Það verða æfingar á morgun!

C1 + C2 eru kl. 8:15-10:00

D er kl. 10:00-11:00 (ekki leikskólahópurinn)

A og B eru um kvöldið eins og venjuleg tímatafla sýnir

:D

Ice Cup: Líður að lokum skráningarfrests

Skráningarfrestur á Ice Cup rennur út 22. apríl. Liðsstjórar eru beðnir um að staðfesta skráningu og liðsskipan.

Akureyrarmót 2011

Nú liggur fyrir drög að dagskrá ásamt keppnisröð á Akureyrarmótinu sjá nánar hér

Marjomótið: Gísli og Jens leika til úrslita

Víkingar og Mammútar í úrslit, Skytturnar og Riddarar leika um bronsið.

Marjomótið: 3. umferð

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. apríl, fer fram þriðja og síðasta umferð í riðlakeppni Marjomótsins.

Marjomótið: Úrslit 2. umferðar

Víkingar, Riddarar, Mammútar og Skytturnar sigruðu í leikjum kvöldsins.

Marjomótið: 2. umferð

Í kvöld fer fram önnur umferð í riðlakeppni Marjomótsins.

Uppskeruhátíð 4. til meistaraflokka DAGSKRÁIN KOMIN Á HREINT

Laugardaginn 14. mai verður haldin uppskeruhátíð í félagsheimilinu Hlíðarbæ fyrir 4.flokk og uppúr. Allir að merkja við á dagatalinu.

Nú er formleg dagskrá tilbúin og má lesa hana með því að smella á  "lesa meira"

Stöð 2

Það kemur umfjöllun um Skautahöllina og ístímabilið á Stöð 2 eitthvað á næstunni!!