Ice Cup: Líður að lokum skráningarfrests

Skráningarfrestur á Ice Cup rennur út 22. apríl. Liðsstjórar eru beðnir um að staðfesta skráningu og liðsskipan.

Nú þegar hafa 13-14 lið skráð sig formlega eða óformlega, sum hafa sent inn formlega skráningu með nafnalista yfir leikmenn og eru með allt á hreinu, sum hafa skráð sig munnlega og önnur eru í því að redda leikmönnum til að fylla liðið. 

Eftirtalin lið eru komin á skrá og eru liðsstjórar beðnir um að staðfesta í síðasta lagi þriðjudaginn 22. apríl hvort lið þeirra verður með og hverjir verða í liðinu. Það er meðal annars gert til þess að sjá hverjir þá standa eftir og eru á lausu ef einhver lið vantar leikmenn eða ef farið verður út í að safna saman fólki til að bæta við liði eða liðum, en einnig einfaldlega til að allar upplýsingar sem fara á netið og á prent verði sem réttastar.

Útbúin hefur verið sérstök skráningarsíða fyrir liðin - og eru liðsstjórar beðnir um að nota hana til að koma sínum upplýsingum og staðfestingum á framfæri, meðal annars til að tryggja að enginn misskilningur (eða gleymska) komi upp í sambandi við lið og liðsskipan sem skráð hafa verið munnlega - smellið hér til að fara á skráningarsíðuna.

Staðfest skráning:
Íslenski draumurinn
Strympa
Ónefnt lið - blandað USA/CAN/ÍSL (staðfest skráning)

Skráning og liðsskipan óskast staðfest frá eftirtöldum:
Confused Celts
Fálkar
Fífurnar
Garpar
Mammútar
Mánahlíðarhyskið
Riddarar
Skytturnar
Svarta gengið
Víkingar
Ónefnt lið - blandað DAN/SKO/ÍSL