Engar æfingar á morgun þriðjudaginn 23. febrúar

Það verður hvorki morgunæfing né Laugargata á morgun!

Fljótasti sópari allra tíma?

Carl Lewis féll fyrir krullunni á Ólympíuleikunum.

Keppendalisti LSA á Vinamóti C keppenda

Hér er að finna lista yfir þá sem eru á keppendalista LSA á Vinamóti C keppenda 2010.

Íslandsmótið í krullu: 8. umferð

Áttunda umferð Íslandsmótsins (og sú fyrsta í síðari hluta deildarkeppninnar) fer fram í kvöld.

SKAUTADAGAR Í ARENA

Dagana 22. - 27.febrúar er 20-30% afsláttur af allri skautavöru.Nú er tilvalið að gera góð kaup í sokkabuxum, kjól, pilsi, flísbuxum, reimum o.fl.þar sem mót eru framundan hjá okkar stelpum. Ný sending af fatnaði o.fl. fyrir skautara komin Mikið til af skautakjólum, pilsum o.fl. sjá nánar inná arena.is.

Uppl. í síma 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

Bestu kveðjur, Rakel

 

Vor og sumaræfingabúðir kynningarfundur

Sara þjálfari boðar foreldra barna fædd '97, - '02 á fund núna á þriðjudaginn 23 feb í fundarherbergi skautahallarinnar.  Fyrri fundurinn verður kl 17:00 og seinni fundurinn kl 18:00, menn mæta bara á þeim tíma sem er hentugri.  Fundarefni er æfingarbúðir núna í vor og eins verður kynning á þeim æfingabúðum sem eru í boði núna í sumar.

PAPPÍR

Þið sem fenguð pappír í janúar endilega skilið til mín peningunum fljótlega.

kv. Allý

Vinamót

Vinamót SA fyrir C-iðkendur verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 13-.14. mars

Keppnisgjald er kr. 2000.- á hvern keppenda. Nánari upplýsingar undir "Lesa meira". Við viljum góðfúslega benda á að síðasti dagur til að greiða keppnisgjald og þar með staðfesta þátttöku á Vinamóti C keppenda var í gær 22. febrúar. Þar sem margir nýir keppendur eru á listanum höfum við akveðið að framlengja frestinn um einn dag. Það þarf því að vera búið að greiða þátttökugjaldið/keppnsigjaldið fyrir miðnætti í dag 23. febrúar. 

Barna- og unglingamót ÍSS næstu helgi

Barna- og unglingamót Skautasambands Íslands verður haldið um komandi helgi. Allir eru velkomnir að koma og horfa á bestu skautara landsins etja þar kappi. Frítt er inn og foreldrafélag deildarinnar selur kaffi og með því á vægu verði, til styrktar iðkendum.

Bæði A og B iðkendur frá Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum sýna listir sínar á svellinu. Í öllum flokkum eru úrslit hengd upp um leið og niðurstaðan hefur verið reiknuð út og verður þeim sem ná efstu þremur sætunum veitt verðlaun. Þannig finnst mörgum gaman að hafa með sér penna og skrifa hjá sér stigin til að fylgjast með því hver er í forystu. Í elstu A flokkunum, sem kallast, Novice (stúlknaflokkur), Junior (unglingaflokkur) og Senior (kvennaflokkur) er keppt bæði á laugardag og sunnudag, niðurstaða þeirra flokka ræðst því ekki fyrr en seinni daginn, eftir seinni dansinn. Allir B flokkar og yngri A flokkar keppa bara einu sinni, þannig að eftir blóð svita og tár eru það bara 2-3 mínútur ráða úrslitum.

Fjáröflun um helgina vegna æfingabúða í Slóvakíu og Tékklandi


Stefnt er að því að fara í æfingabúðir til Slóvakíu og Tékklands í sumar í tvær vikur, nákvæm kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.. Við fengum skyndilega upp í hendurnar fjáröflunarleið sem við teljum að gæti hentað þeim sem hyggjast fara í búðirnar í sumar ákaflega vel, en hafa þarf hraðar hendur.