Fjáröflun um helgina vegna æfingabúða í Slóvakíu og Tékklandi


Stefnt er að því að fara í æfingabúðir til Slóvakíu og Tékklands í sumar í tvær vikur, nákvæm kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.. Við fengum skyndilega upp í hendurnar fjáröflunarleið sem við teljum að gæti hentað þeim sem hyggjast fara í búðirnar í sumar ákaflega vel, en hafa þarf hraðar hendur. Um er að ræða sölu á 900 gr. páskaeggjum og páskaboltum. Bæði eggin verða seld á 3000 kr og fær hver iðkandi um 1000 kr. á hvert selt egg. Eggin eru frá fyrirtæki sem heitir Kólus og selur m.a. Sambó lakkrís, þrist, lakkrískonfekt og fleira. Eggin eru svipuð og stærð og stærstu eggin frá öðrum framleiðendum en eru stútfull af sælgæti, inn í þeim er m.a. þristur, tvistur, sleikjó, gimsteinar, súkkulaðirúsínur, snjóbolti, gúmmí, fílakarmellur, sambólakkrís og karmellur. Páskaboltinn er á stærð við handbolta og eru eins og eggin stútfull af sælgæti.

Þeir iðkendur sem vilja taka þátt í fjáröfluninni eiga að mæta niður í skautahöll í fundarherbergið á 2.hæð á morgun laugardaginn 20 febrúar kl:12:00  til að fá úthlutað götum til að selja í og staðfestingarmiða fyrir kaupendur. Þegar farið er að selja þurfa iðkendur að hafa með sér stílabók til að skrifa pantanir niður í og undirskrift kaupanda, en kaupendur fá staðfestingarmiða. Viku fyrir páska þurfa iðkendur síðan að ganga í húsin og afhenda eggin.

Senda þarf tölvupóst fyrir miðnætti á mánudaginn 22.febrúar með fjölda þeirra eggja og bolta sem á að panta á netfangið hildajana@gmail.com. Því þarf að nýta helgina og mánudaginn vel. ..