Fljótasti sópari allra tíma?

Carl Lewis féll fyrir krullunni á Ólympíuleikunum.

Það kemst oft í fréttirnar, einkum vestanhafs, þegar frægt fólk fær áhuga á krulluíþróttinni. Sá nýjasti á þeim vettvangi gæti orðið fljótasti sópari allra tíma ef hann tæki upp á því að spila sjálfur. Frá því var sagt í fréttum að sjálfur Carl Lewis, margfaldur verðlaunahafi í spretthlaupum á Ólympíuleikum, hafi fengið mikinn áhuga á krullunni og hann sást á meðal áhorfenda a krulluleikjum vestra á yfirstandandi Ólympíuleikum. Er kannski næsta skref að bjóða honum á Ice Cup?

Sjá frétt hér: http://www.ctvolympics.ca/curling/news/newsid=49231.html#carl+lewis+discovers+passion+curling