MONDOR skautabuxur

Ég á ennþá til mondor skautabuxur, einar  í x- small,  einar í small, einar í medium og einar í x - large. Ef ykkur vantar buxur þá endileg hafið samband.

Allý, allyha@simnet.is / 8955804

Fyrsti heimaleikur ársins á laugardaginn 16. janúar kl. 17,30

Á laugardaginn næsta kl. 17,30 mun Meistaraflokkur SA spila sinn fyrsta leik á árinu og spilar gegn SRingum sem töpuðu sínum fyrsta leik ársins síðastliðinn þriðjudag fyrir Birninum. Staðan fyrir leikinn er, SR 11 leikir 19 stig, SA 10 leikir 17 stig, Björninn 11 leikir 12 stig. Með sigrum sínum í síðustu 3 leikjum hafa Bjarnarmenn stimplað sig inn í slaginn um úrslitakeppnina og opnað stöðuna svo að nú verða liðin að fara að gefa allt í leikina til að tryggja sig inn í lokaslaginn.

RIG um helgina

Listhlaupadeild SA á 11 keppendur á Reykjavík International (RIG) sem fram fer um helgina, þar keppir meðal annarra Helga Jóhannsdóttir nýkjörin skautakona ársins 2009 hjá LSA, en hún keppir í flokki Novice A. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.rig.is Þá má fylgjast með úrslitum mótsins hér http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2010/Urslit/index.htm.

Óskum okkar keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunar.

Ógreidd mótsgjöld

Orðsending frá gjaldkera Krulludeildar.

Póstlisti LSA

Til að skrá sig á póstlista LSA skal senda tölvupóst með nafni foreldris, barns og æfingahóps á skautar@gmail.com. Við erum að fá þó nokkrar villumeldingar sem og að okkur vantar tölvupóstföng nokkurra aðila.

Keppnisröð á Reykjavík International

Búið er að draga í keppnisröð fyrir Reykjavík International mótið um helgina. Þar er einnig að finna tímatöflu. Sjá HÉR.

Laugargata í dag

Minnum á tímann í Laugargötu í dag kl. 17-18 :)

Janúarmótið: Garpar og Mammútar leika til úrslita

Riðlakeppni Janúarmótsins lauk í kvöld. Garpar unnu A-riðil, Mammútar unnu B-riðil.

Janúarmótið 2010 - 3. umferð

Í kvöld fer fram þriðja umferð riðlakeppni Janúarmótsins.

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun þriðjudaginn 12. janúar verður morgunæfing fyrir þá sem fara á Rig um næstu helgi. Þeir sem ekki fara á Rig eru líka velkomnir. Æfingin hefst stundvíslega kl. 06:30 og lýkur 07:20 eins og fyrir áramót, mæting kl. 06:15 :)