Fyrsti heimaleikur ársins á laugardaginn 16. janúar kl. 17,30

Á laugardaginn næsta kl. 17,30 mun Meistaraflokkur SA spila sinn fyrsta leik á árinu og spilar gegn SRingum sem töpuðu sínum fyrsta leik ársins síðastliðinn þriðjudag fyrir Birninum. Staðan fyrir leikinn er, SR 11 leikir 19 stig, SA 10 leikir 17 stig, Björninn 11 leikir 12 stig. Með sigrum sínum í síðustu 3 leikjum hafa Bjarnarmenn stimplað sig inn í slaginn um úrslitakeppnina og opnað stöðuna svo að nú verða liðin að fara að gefa allt í leikina til að tryggja sig inn í lokaslaginn.

 SAvíkingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum á heimavelli gegn SRingum í þónokkurn tíma, en á nýju ári tileinka menn sér nýja siði og nú ætla SAmenn að býta í skjaldarrendur að víkinga sið og verja heimavöllinn til frambúðar ( kanski þeir stökkvi hæð sína í fullum herklæðum en vonandi að þeir höggvi ekki mann og annann eða kljúfi í herðar niður (O; ) en víst er að SA mun hvergi gefa eftir og ætlar sér sigur í þessum leik og þar með að koma sér fyrir á toppi deildarinnar. Svo að nú er skyldumæting allra hokkíunnenda í Skautahöllina á Akureyri til að hvetja og styðja við sitt lið... Oft var þörf en nú er nauðsyn... ÁFRAM SA............  

Að loknum meistaraflokks leiknum munu 3.flokkar félaganna eigast við, en þar er staðan sú að Bjarnarmenn leiða með 12 stig, SA er stutt undan með 9 stig en SR hefur ekki náð að landa stigi enn, svo það er bókað að þarna verður hart barist og ekkert gefið eftir.   ÁFRAM SA ...........