Æfingar og æfingaleikir um jólin

Síðustu æfingar fyrir jól verða þriðjudagurinn 18. des. og fyrstu æfingar eftir áramót verða fimmtudaginn 3. jan. nema hjá meistaraflokki sem æfir samkvæmt æfingatöflu. Æfingaleikur þriðjudaginn 18.des hjá 3.fl. og kvennaflokki kl. 17,00 - 19,00. Fimmtudaginn 20. des. kl. 19,00 - 21,00 3.flokkur og kvennaflokkur. Fimmtudaginn 27. des. 3.fl. og kvennaflokkur kl. 17,00 - 19,00.

Afhending HUMMEL GALLANNA

Gallarnir verða afhentir næsta FIMMTUDAG milli kl. 16,30 og 17,30 í sjoppunni. EKKI er hægt að borga með korti, EINUNGIS reiðufé, 6500.-  kveðja, Stjórn foreldrafélagsins.

Myndirnar

Mynddiskar ættu að fara að berast næstu daga. Foreldrar fá send sms skilaboð þegar diskarnir eru til og geta þá nálgast þá í skútagil 1-101. Ekki er víst að allir diskar nái að koma það snemma að hægt verði að panta myndir o.fl. fyrir jólin en við munum bjóða upp á það eftir jólin líka.

Kveðja stjórnin

Kristín K sími 864-4639

Morguntími fellur niður!

Ístíminn hjá 5. og 6. hóp fellur niður í fyrramálið!

Breyttar æfingar næstu daga fram að Jólasýningu!

Um næstu helgi fara fram æfingabúðir afrekshóps Skautasambands Íslands hér á Akureyri. Listhlaupadeild Skautafélag Akureyrar á þar 5 stelpur, Sigrúnu Lind Sigurðardóttur, Helgu Jóhannsdóttur, Birtu Rún Jóhannsdóttur, Elvu Hrund Árnadóttur og Urði Ylfu Arnarsdóttur. Allar ísæfingar falla niður föstudaginn 14. des, laugardag 15. des. og sunnudagsmorguninn 16. des. hjá öllum flokkum. En athugið að afístími 4.-6. hóps hjá Söruh á föstudag verður á sínum stað á venjulegum tíma.

Jólasýning listhlaupadeildar SA verður að þessu sinni Jólaævintýri Gosa. Sýningin verður haldin miðvikudaginn 19. desember milli 18 og 20. Eins og áður segir verða breyttir æfingatímar fram að sýningunni og er MJÖG mikilvægt að allir mæti á allar æfingar næstu daga.

Allir iðkendur fá afhentan miða með breyttum æfingatímum og upplýsingum varðandi Jólasýninguna í vikunni. Fylgist vel með!

Töskur og fleira

Get enn fengið skautatöskur ef einhverjum vantar. Þetta er t.d. mjög sniðug jólagjöf. Get tekið við pöntunum til og með 7.desember. Einnig er til sölu sokkabuxur (niður fyrir skauta) sem passa á ca 12-15 ára stelpur. Er með 2 gerðir.

Hef til sölu merki Skautafélagsins SA og merki sem gefið er út af Skautasambandinu, skauti með íslenska fánanum.

Anna Guðrún 849-2468 eftir klukkan 16:30 og annagj@simnet.is

Úrslit á Frostmótinu

Úrslitin á Frostmóti C flokka sunnudaginn 2.desember 2007

Úrslit leiks kvöldsins urðu 12 - 5 fyrir SA

SA-drengir hreinlega fóru á kostum og unnu verðskuldaðan sigur á lánlausum Bjarnarmönnum með 12 mörkum gegn 5    Góóóóðir SA  !!!!!!!

Frostmót 2. desember 2007

keppnisröð og tímatafla fyrir Frostmótið. Tímatafla er birt með fyrirvara um breytingar.

Meistaraflokkur SA - Björninn

S.A. mætir Birninum á laugardaginn kl 17:00