Um vinamótið og æfingar!

Vegna Vinamótsins laugardaginn 16. apríl verða nokkrar breytingar hjá flestum flokkum á næstu dögum.  Á morgun miðvikudag 13. apríl verða miðar sendir heim með iðkendum allra flokka!  Ég bið alla um að kíkja á miðana eða lesa sér til hér undir tenglinum "lesa meira"!

Landslið karla kom til landsins i gærkvöldi

Þá er lokið þáttöku okkar í heimsmeitarakeppni í 2. deild B-riðli.

4.Flokkur á heimleið.

Strákarnir lögðu á stað heim kl 11:00 og verða komnir í Skautahöllina um kl 16:00.

4.Fl.Mót Laugardal

Dagurinn var tekinn snemma og 4.b mætti í 1. leik kl. 08:00 við SR-b2 úrslitin þar voru 4-1 SR í vil, kl. 09:45 var svo spilað við SR-b1 og þar gekk aðeins betur 3-2 fyrir SR. 4.fl. spilaði svo við SR-a úrslit 1-8 síðast við Björninn-a þar sem Björninn vann 4-2. Þeim leik lauk um eittleytið og fóru þá flestir í sund og síðan var pizza-veisla um þrjú og svo var haldið í keilu kl. fjögur til fimm. Svo var 4. flokks strákunum sem spila áttu með 3.fl. skuttlað upp í Egilshöll og dokað þar við um stund og fylgst með 1. leikhluta áður en farið var á gistiheimilið til að nærast og hvílast. Einhverjar myndir voru teknar yfir daginn og hægt að smella hér til að skoða þær.

4.Fl.Mót Laugardal

Jæja, í dag var að sumu leiti merkilegur og ánægjulegur dagur því 4.flokkurinn okkar vann sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu er þeir lögðu Björninn 5:4 í mjög skemmtilegum og vel spiluðum leik. Ferðinn suður gekk afar vel, örlítil hálka var langleiðina í Varmahlíð en auður vegur eftir það. Stoppað var eins og venjulega í Staðarskála og borðað nesti en annars var ferðin tíðindalítil og átakalaus við vídeóáhorf og afslöppun. SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDIR

Spánverjar eitraðir á "power play"

Strákarnir urðu að lúta í gras fyrir spanjólum: Spánn-Ísland 5-2 (0-1)(2-0)(3-1).

Stórar kýr

Eftirfarandi frétt birtist í Otago Daily Times.

4.FL. mót í laugardal um helgina

Nú er komið að því að 4.fl. og 4fl.b (5.fl.) fari suður í síðasta hluta Íslandsmótsins í þessum flokki. Þessi hluti fer fram í Laugardalnum og byrjar fyrir okkur á föstudagskvöld og klárast á sunnudagsmorgun. Smelltu hér til að skoða dagskrá mótsins Að venju fer hópurinn með rútu frá Skautahöllinni öðru hvoru megin við hádegi á föstudeginum og kemur til baka síðdegis á sunnudeginum (svona nokkurn vegin). Auðvitað sendum við svo öllum hópnum baráttukveðjur og óskum þeim góðrar ferðar og skemmtunar.

3-2 sigur gegn N-Kóreu !

Strákarnir knúðu fram sigur gegn N-Kóreu 3-2 (1-2)(1-0)(1-0) eftir að hafa farið ílla af stað!

Jón með 2, Birkir með 1

Íslenska karlalandsliðið tapaði opnunarleik sínum við Belga í dag. Leikurinn fór 3-4(1-2)(1-1)(1-1).