Landslið karla kom til landsins i gærkvöldi

Þá er lokið þáttöku okkar í heimsmeitarakeppni í 2. deild B-riðli.Því miður féll liðið niður í 3. deild. Við urðurm jafnir spánverjum að stigum en með lakari markamismun lendum við í neðsta sæti og föllum því. Drengirnir stóðu sig engu að síður vel áttu möguleika á stigi eða stigum í mörgum leikjum. Nú er verkefnið bara að vinna aftur 3. deildina að ári og halda sig svo í 2. deild í 2 til 3. ár áður en við förum upp í 1. deild. Jón Gíslason var stighæsti (3 mörk + 1 stoðs. = 4 stig) leikmaður íslenska liðsins og 15. stigahæsti yfir mótið. Jón var jafnframt með flest mörk íslenskra leikmanna og í 5. til 15. sæti yfir mótið. Emil Alengard var með flestar stoðsendingar (3) íslenskra leikmanna og 10. til 14. yfir mótið. Jón Trausti Guðmundsson var í 3. sæti markmanna á mótinu með tæp 92% skota varin.