Breytingar.
Eitthvað hefur verið um breytingar í íslensku íshokkí í ár. Unglingadeild hefur verið stofnuð og breyting hefur orðið á úrslitarkeppni, sem og á útbúnaði fyrir markmenn. Best er að lesa um þetta á ihi.is
Eitthvað hefur verið um breytingar í íslensku íshokkí í ár. Unglingadeild hefur verið stofnuð og breyting hefur orðið á úrslitarkeppni, sem og á útbúnaði fyrir markmenn. Best er að lesa um þetta á ihi.is
Þriðjudaginn 15. ágúst kl. 17 í Skautahöllinni verður hægt að fá aðstoð við skauta- og blaðapöntun fyrir iðkendur sem æfðu með 3, 2, 1. og M flokki síðasta skautatímabil. Þeir sem misstu af pöntunardeginum í vor hafa því annað tækifæri til að fá aðstoð, þetta er síðasti séns fyrir þá sem ekki eiga skauta eða blöð fyrir næsta tímabil!
Skráning fyrir næsta tímabil verður auglýst bráðlega og er áætlunin að hefja æfingar í 3. viku ágústmánaðar.
Við hlökkum til að sjá alla aftur!
Ákveðið hefur verið að hittast og hlaupa á mánudögum kl 20:00, miðvikudögum kl 20:00 og laugardögum kl 17:00. Og strákar.......það er merkt við hverjir koma!
Nokkrar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins á aðalfundi félagsins sem haldin var fimmtudagskvöldið 18. maí. Þórdís Ingvadóttir gaf ekki kost á sér áfram sem formaður en verður meðstjórnandi í nýrri stjórn. Jón Rögnvaldsson, Hilmar Brynjólfsson og Sigurgeir Haraldsson hætta í stjórn en áður hafði Jón Hansen sagt sig úr stjórninni.
Nýkjörin stjórn Skautafélags Akureyrar er þannig skipuð: Lena Kaisa Vitanen formaður (betur þekkt sem Mimmi), Jón Björnsson varaformaður, Ólafur Hreinsson gjaldkeri, Ólöf Sigurðardóttir ritari, og Helga Margrét Clarke, María Jónsdóttir og Þórdís Ingvadóttir meðstjórnendur. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir þeir Jón Rögnvaldsson og Sigurgeir Haraldsson.
Upplýst var á fundinum að viðsnúningur hefur orðið á rekstri félagsins í heild og hefur orðið veruleg breyting til batnaðar hjá öllum deildum félagsins í fjármálum þannig að SA félagar geta væntanlega horft með bjartsýni fram á veginn.
Fundurinn var þokkalega sóttur. Fundarstjóri var Sigfús Helgason formaður Þórs og stýrði hann fundinum af mikilli röggsemi. Þess má til gamans geta að stutt hlé var gert á skýrslu gjaldkera Íshokkídeildar á meðan Sylvía Nótt spriklaði á sviðinu í Aþenu.