Skil á öskudagspöntunum
Vil minna ykkur á að koma og skila inn öllum öskudagspöntunum á morgunn miðvikudag kl. 16:30 - 17:30.
Kristín og Allý
Vil minna ykkur á að koma og skila inn öllum öskudagspöntunum á morgunn miðvikudag kl. 16:30 - 17:30.
Kristín og Allý
Í kvöld kl. 19:30 verður leikur hér í Skautahöllinni á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur en liðin deila efsta sætinu á Íslandsmótinu, með jafn marga leiki og jafn mörg stig. Leikurinn í kvöld verður því um toppsætið og því má reikna með góðum leik. Lið Víkinga verður fullskipað, að undanskildum þjálfaranum Josh Gribben en hann mun verða upptekinn á reiðistjórnunarnámskeiði á vegum Íshokkísambandsins.
Af þeim sökum má reikna með því að liðið verði stillt á sjálfstýringu í kvöld en á þeirri stillingu landaði liðið nokkrum sigrum í fyrra.
ÍSS sendir keppendur á Isblomsten sem fram fer í Danmörku 28-30 janúar 2011
Keppendur ÍSS á Isblomsten 2011:
Agnes Dís Brynjarsdóttir SB
Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir SR
Hugrún Sara Maríusardóttir SR
Nadia Margrét Jamchi SR
Urður Ylfa Arnardóttir SA
Vala Rún B. Magnúsdóttir SR
Sjá nánar á heimasíður ÍSS http://skautasamband.is/
Valkyrjur unnu sannfærandi sigur á Skautafélagi Reykjavík ur í Laugadalnum í gærkvöldi, lokatölur 7 - 1. Fyrsta lotan fór 3 - 1 og mörk Valkyrja skoruðu Díana Björgvinsdóttir með 2 og Hrund Thorlacius með 1 en mark SR skoraði Karítas sem spilaði sem útispilara lánsleikmaður frá Birninum. Karitas er aðalmarkvörður Bjarnarins og greinilega liðtækur markaskorari.
2. lota fór 2 - 0 og mörkin skoruðu Arndís og Sarah Smiley og í 3. lotu komu svo síðustu tvö mörkin og þar var Arndís aftur á ferðinni og Hrund.
Jötnarnir unnu í gærkvöldi annan sigurinn á Birninum á tveimur dögum og lönduðu því heilum sex stigum um helgina og komust með því yfir Björninn á stigatöflunni. Jötnar eru sem stendur í 3. sæti með 13 stig en Björninn er í neðsta sæti með 11 stig.
Nokkuð jafnræði var með liðunum, Jötnar skoruðu fyrsta markið og Björninn jöfnuðu, síðan skorðu Jötnar tvö í röð í 3. lotu áður en gestjafarnir gerðu slíkt hið sama og jöfnuðu aftur. Annað mark lotunnar átti hinn ungi og efnilegi varnarmaður Ingþór Árnason, sem skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki og auðvitað frá bláu línunni. Ingþór spilar líkt og Sigurður Reynisson einnig í 2. og 3. flokki og hafa þeir því spilað ansi marga leiki í vetur og það er að skila sér.
Á síðustu mínútum var allt í járnum og allt stefndi í framlengingu þegar Helgi LeCunt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði Jötnum öll stigin sem í boði voru um helgina. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Jötnunum sem áttu óvenju erfiða viku því þeir þurftu að spila þrjá leiki í Reykjavík á 5 dögum og geri aðrir betur. Af þeim 9 stigum sem í boði voru þessa 5 daga náðu þeir sér í 7. Jötnar hafa nú lagt öll liðin í deildinni að velli.
Reynir Sigurðsson var á leiknum og var með beina textalýsingu sem sjá má hér að neðan.