Breyting, ALLIR HÓPAR geta selt, pantið fyrir miðvikud. 6. nóv.

Jólin nálgast, góður sölutími núna.

Jötnar og Fálkar mætast í kvöld

Í kvöld kl. 19.30 mætast Jötnar og Fálkar á Íslandsmótinu í íshokkí karla í Skautahöllinni á Akureyri.

Fimm gullverðlaun á Bikarmóti ÍSS

Þær Pálína Höskuldsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir og Kolfinna Ýr Birgisdóttir unnu sína flokka í Bikarmóti ÍSS um helgina. SA-stelpur náðu sér í alls átta verðlaun.

Akureyrarmótið í krullu, 5. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 28. október, fer fram lokaumferð Akureyrarmótsins í krullu.

Markaskortur í Egilshöllinni

Björninn sigraði Víkinga í leik liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí á laugardag. Lokatölur urðu 5-1. Tíu mínútna kafli í þriðja leikhluta þar sem Víkingar voru 1-2 fleiri dugði þeim ekki til að skora. Þriðji flokkur vann einn leik af fjórum á helgarmóti í Laugardalnum.

Bikarmót í listhlaupi um helgina

Dagana 25.-27. október fer Bikarmót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum fram í Skautahöllinni á Akureyri. Hátt í 70 keppendur, 13 frá SA. Allar morgunæfingar í listhlaupi og íshokkí falla niður á laugardag og sunnudag. Breyting verður á almenningstímum báða dagana.

Akureyrarmótið í krullu: Mammútar öruggir

Með sigri á Freyjum tryggðu Mammútar sér Akureyrarmeistaratitilinn í krullu 2013 þó svo að ein umferð sé eftir af mótinu.

Dómaranámskeið á miðvikudagskvöld

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 23. október, verður Orri Sigmarsson með dómaranámskeið í fundarherberginu í Skautahöllinni. Námskeiðið hefst kl. 20.

Brynjumótið afstaðið - myndir komnar í hús

Leikgleðin skein úr hverju andliti á svellinu í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Krakkar í 5., 6., 7. og krílaflokki skautuðu, skoruðu, vörðu og skemmtu sér á Brynjumótinu. Myndaalbúm frá Ása ljós.

Akureyrarmótið í krullu, 4. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 21. október fer fram 4. umferð Akureyrarmótsins í krullu.