Gamlingjar í borg óttans

Gulldrengir SA fóru suður í gær til að taka þátt í "Old Boys" móti sem SR stendur fyrir.  

SA splilar 3 leiki í Egilshöll um helgina

Meistaraflokkur kvenna spilar 2 leiki, þann fyrri á morgun kl:16.00 og þann seinni á sunnudagsmorgun kl:09.00 við kvennalið Bjarnarins. Brottför kl:08.30 frá Skautahöllinni. 3.flokkur spilar svo við Björninn á morgun strax eftir leik stelpnanna, þeir leggja af stað frá Skautahöllinni kl:11.00. Eða eins og sagt er , nú leggjumst við í "VÍKING" og sækjum nokkur stig suður. Áfram SA, Áfram SA, Áfram SA, Áfram SA, Áfram SA.....................

Breyttar æfingar um helgina!

Tímatafla dagana 18. -20. nóvember 2005

Föstudagurinn 18. nóvember

16-17 ís           -2. flokkur                   

17-18 afís         -2. flokkur                   

17-18 ís           -1. flokkur                   

 

Laugardagurinn 19. nóvember

9-10 ís             -2. flokkur                   

10-11 ís           -1. flokkur                   

10-11 afís         -3s/3h flokkur              

11-12 ís           -3s/3h flokkur              

 

Sunnudagurinn 20. nóvember

16-17 afís         -1. flokkur                   

17-18 ís           -1. flokkur                   

18-19 ís           -2. flokkur                   

Bikarmót 2005

Um helgina fara 9 stelpur frá Skautafélagi Akureyrar suður að keppa fyrir hönd deildarinnar á Bikarmótið í Skautahöllinni í Laugardalnum.  Þetta er keppni í A flokkum, þ.e.a.s. Junior, Novice, Debs, Springs og Cubs.  Keppendurnir okkar eru:  Audrey Freyja Clarke (Junior), Sigrún Lind Sigurðardóttir (Novice), Guðný Ósk Hilmarsdóttir (Novice), Ingibjörg Bragadóttir (Novice), Telma Eiðsdóttir (Debs), Helga Jóhannsdóttir (Debs), Guðrún Marín Viðarsdóttir (Debs), Urður Ylfa Arnarsdóttir (Springs) og Birta Rún Jóhannsdóttir (Springs).
 
Við óskum þeim öllum góðs gengis!

Fleirri myndir frá Brynjumótinu

Hér má skoða annann myndhóp frá Ása ljósmyndara

Staðan eftir 3. umferðir

Nú er nýlokið leik Narfa frá Hrisey og Bjarnarins með sigri sunnanmanna 4-9. Þá er lokið þremur umferðum í deildinni og staðan er svona að bestu manna yfirsýn:

SA-SR 3 - 7

SA og SR áttust við í góðum leik á Akureyri í kvöld.

Fundur á morgun!

Á morgun sunnudaginn 13. nóvember klukkan 19  verður fundur með iðkendum og foreldrum í fundarherberginu í skautahöllinni.
 Fjallað verður um nýja dómarakerfið sem verið er að taka upp nú á Íslandi.  Það er MJÖG mikilvægt sem flestir mæti til að kynnast þessu nýja kerfi, sérstaklega iðkendur í M flokki, 1. flokki og 2. flokki og foreldrar þeirra, en allir eru velkomnir sem áhuga hafa. 
Á Bikarmótinu í Reykjavík um næstu helgi verður í fyrsta sinn dæmt með þessu nýja kerfi og mun svo vera dæmt samkvæmt nýja dómarakerfinu á öllum mótum ÍSS hér eftir.  Mimmi ásamt stjórnarmeðlimum í Skautasambandi Íslands munu halda kynningu á kerfinu og svara spurningum.

Vikudagur sér hlutina í réttu ljósi (O:

Vikudagur er sennilega sá fjölmiðill sem hvað dyggast hefur fjallað um íshokkí þó flestum öðrum fjölmiðlum finnist varla taka því að fjalla um það í íþróttafréttapistlum sínum enda sést að þeir hafa mun skemmtilegri sýn á málin en flestir aðrir !!

Leikir!!!

Á laugardaginn næstkomandi mun S.A. spila gegn S.R. kl 17:00. Búast má við hörkuleik eins og svo oft áður í leikjum þessara tveggja liða. S.A. mun þó spila án Elmars Magnússonar og Jan Kobezda því þeir eru að taka út leikbönn eftir hinn margumtalaða leik S.A. og Bjarnarins. Einnig mun Steinar Grettisson ekki spila vegna meiðsla. Við vonum bara að S.A. nái loksins að leggja "edda armbeygju" og lærisveina hans.  ÁFRAM S.A.!!!!! Við minnum svo á leik Narfa frá Hrísey gegn Birninum eftir leik S.A. kl 20:00.