BRYNJUMÓT

Nú er Brynjumótið í íshokkí um helgina, mótið er fyrir 5. , 6. og 7. flokk og skautaskóla. Smelltu HÉR til að skoða dagskrána

2 flokkur!

Um helgina mun S.A. etja kappi við Björninn og S.R. um íslandsmeistaratitil í 2.flokki. S.A. mun keppa fyrst við S.R. á föstudaginn kl 19:00 og svo á laugardaginn við Björninn kl 19:00. Það má búast við hörku leikjum á milli þessara liða, því öll eru þau svipuð að getu. Testerón flæðið verður því í gríðarmiklu magni hjá þessum ungu og efnilegu drengjum alla helgina og allt gefið í leikina að vanda. Hvetjum við alla til að mæta í höllina og hvetja sína menn. ÁFRAM SA!!!

Narfi vann!!

Já gott fólk Narfi gerði sér lítið fyrir og vann S.R.4-3 í skautahöllinni í gær. Ekki er annað hægt að segja en janfræði hafi verið með liðunum, og gat því sigurinn endað hjá hvoru liði. Góð mæting var í höllinni og fín stemning myndaðist í stúkunni. Bestu menn Narfa voru þeir Sami og Ville suomibræður. En hjá S.R. var það án efa hann Trausti markmaður sem varði dauðafæri trekk í trekk. S.A. óskar Narfa mönnum til hamingju með sinn fyrsta sigur í sögu félagsins og í deildinni.

Nýr leikmaður Narfa

Tekið af fréttavef ÍHÍ,

ÍHÍ staðfestir leikheimild fyrir eftirtalinn leikmann


Fyrir Narfa, leikheimild til handa Sami Suni, tryggingargjald hefur verið greitt fyrir þennan leikmann inn á reikning ÍHÍ, og er leikleyfi þetta gefið út með fyrirvar um staðfestingu Heimalands og IIHF.

Nýr vefur Skautafélags Akureyrar

Sæl öllsömul. Nú er loksins að fara í loftið nýr vefur Skautafélags Akureyrar. Auðvitað má reikna með því að einhverjir hnökrar verði á þessari framkvæmd til að byrja með og vonumst við til að þið sýnið okkur þolinmæði hvað það varðar. Þessi vefur á að þjóna öllum deildum Skautafélagsins þ.e. Íshokkýdeild, Listhlaupadeild og Krullu. Krullu vefurinn er tiltölulega mótaður en annað er enn verið að móta og er fyrirtækið Stefna ehf. potturinn og pannan í hönnun vefsins og hafa þeir verið félaginu mjög hliðhollir og í raun gert okkur kleift að ráðast í þetta metnaðarfulla verkefni. Allar ábendingar varðandi vefinn eru vel þegnar, þó ég lofi nú ekki beinlínis að allt gangi eftir sem á er bent, en betur sjá augu en auga og eins og áður sagði allar ábendingar/leiðbeiningar vel þegnar á netfangið reynirs@islandia.is kveðja.......Reynir

Dómaravesen ?

Leikjum í mfl. kvenna og 3. fl karla frestað
Leikjum sem átti að leika á Akureyri laugardaginn 30. október í meistaraflokki kvenna og þriðja flokki karla á milli SA og Bjarnarins er frestað um óakveðin tíma, mótanefnd mun á næstunni setja nýja dagsetningu á þessa leiki.