02.02.2013
Það er stutt á milli leikja í meistaraflokki þessa dagana. Víkingar fá ekki langa hvíld eftir sigurinn á Húnum á fimmtudaginn því í kvöld mæta þeir liði SR. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19.30.
01.02.2013
Núna um helgina, 2.-3. febrúar, fer fram hokkímót í 5., 6. og 7. flokki, SA barnamótið. Vegna mótsins fellur niður almenningstími á laugardag og frestast um klukkustund á sunnudag.
01.02.2013
Ásynjur tóku á móti Birninum í lokaleik sínum í deildarkeppninni og kórónuðu frábært tímabil með öruggum sigri. Liðið vann deildarkeppnina örugglega, tók 34 af 36 stigum sem í boði voru.
01.02.2013
Víkingar mættu Húnum á Íslandsmótinu í íshokkí karla í gærvköldi og sigruðu nokkuð auðveldlega, 8-2 (2-2, 3-0, 3-0). Lars Foder var atkvæðamestur heimamanna.
31.01.2013
Víkingar mæta Húnum í mfl. karla og Ásynjur mæta liði Bjarnarins í mfl. kvenna. Fyrri leikurinn hefst kl. 18, en hinn síðan strax að honum loknum, væntanlega um 20.30-21.00.
28.01.2013
Ásynjur sigruðu SR með tíu mörkum gegn engu í gærkvöldi. Sarah Smiley lék sinn fyrsta leik í langan tíma og skoraði tvö mörk.
27.01.2013
Helgi Gunnlaugsson og félagar unnu þrjá leiki og gerði eitt jafntefli, fengu Magga Finns bikarinn eftir sigur í úrslitaleik gegn SA. Reyndar fengu þeir ekki rétta bikarinn, en það er önnur saga...
26.01.2013
Misjafnlega gamlir og mishraðir hokkímenn mættust á svellinu í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld þegar minningarmót um Magnús E. Finnson hófst. Mikið var skorað, hart tekist á en vonandi allir vinir þegar heim var haldið. Sumir ef til vill meiri vinir en aðrir, ef marka má myndina...
25.01.2013
Víkingar lentu tveimur mörkum undir en sigruðu SR með þriggja marka mun.