21.03.2013
Víkingarnir eru vaknaðir. Eftir erfiða fyrstu tvo leikhlutana í öðrum leik SA og Bjarnarins í úrslitakeppni Íslandsmótsins snéru okkar menn leiknum sér í vil og skoruðu sjö mörk í röð! Lokatölur: Björninn – SA 4-8 (3-1, 1-1, 0-6).
21.03.2013
Annar leikur SA og Bjarnarins í úrslitum Íslandsmótsins í íshokkí karla verður í beinni útsendingu í gegnum heimasíðu Bjarnarins, bjorninn.com. Hægt verður að horfa á leikinn á stóra skjánum í fundarherberginu í Skautahöllinni.
19.03.2013
Enn einu sinni lauk leik SA og Bjarnarins með eins marks sigri - eins og allir leikir liðanna í vetur. Bjarnarmenn leiða einvígið og eiga heimaleik á fimmtudagskvöldið.
19.03.2013
Um liðna helgi fór fram annað innanfélagsmótið í íshokkí á þessu ári.
18.03.2013
Breytingar á tímatöflu allra deilda næstu tvær vikurnar.
18.03.2013
Fjórir leikmenn frá SA voru í landsliði Íslands U18 sem tók þátt í HM 2. deild B í Serbíu. Liðið vann einn leik af fimm og hélt sæti sínu í deildinni.
18.03.2013
Þriðjudagskvöldið 19. mars mætast SA og Björninn í fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.
16.03.2013
Í morgun hófst innanfélagsmót í hokkí og heldur það áfram á morgun. Næstu mót verða 13.-14. apríl og aftur 27.-28. apríl.
15.03.2013
Átta strákar ásamt fimm foreldrum úr SA sameinuðust hokkídrengjum og foreldrum frá Reykjavíkurfélögunum undir merkjum Cougars-liðsins sem tók þátt í IFK Ore U12 Cup 2013 í Furudal í Svíþjóð.