Frábær skemmtun - sjáumst að ári!

Hér er síðbúinn fréttapistill frá Minningarmóti Gæja Jónasar sem haldið var laugardaginn 9. mars. Frábærlega vel heppnað mót og mikil ánægja með þetta framtak og skipulagningu mótsins. „Mótið var mjög jafnt, mörg jafntefli eða eins marks sigrar. Hvaða lið sem var gat unnið mótið. Það var meiriháttar að fá svona margar konur saman fyrir þessa hokkíhelgi,“ segir Sarah Smiley.

Milljón myndir frá Ása

Nú eru komin inn nokkur ný myndalbúm á hokkísíðuna, enda hefur Ásgrímur Ágústsson verið tíður gestur hér í höllinni að undanförnu. Hann skilaði í hús í dag myndum úr hokkíleikjum 7., 9. og 12. febrúar og svo úr úrslitaleik SA og Bjarnarins í kvennaflokki sl. föstudagskvöld.

Íslandsmótið í íshokkí: Leikdagar í úrslitakeppni karla

Mótanefnd ÍHÍ hefur ákveðið leikdaga í úrstliakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí.

SA TV - tilraunaútsendingar í gangi

Í dag er brotið blað í sögu Skautafélags Akureyrar með tilraunaútsendingum frá Minningarmótinu um Garðar Jónasson.

Myndir SA - Björninn 8.3.2013

Íslandsmeistarar sjöunda skiptið í röð

Lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna með 8-1 sigri á Birninum í kvöld. Sjöundi Íslandsmeistaratitillinn í röð. Hafa unnið í tólf af þeim fjórtán skiptum sem keppt hefur verið um titilinn. Myndirnar með þessari frétt tók Sigurgeir Haraldsson.

SA - Björninn - bein lýsing - 8-1 (leik lokið)

Bein textalýsing frá leik SA og Bjarnarins um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkí 2013.

Minningarmót um Garðar Jónasson

Laugardaginn 9. mars koma saman sextíu hokkíkonur frá öllum þremur skautafélögunum – SA, Birninum og SR – og etja kappi í móti sem helgað er minningu Garðars heitins Jónassonar – Gæsa.

Úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn

Föstudaginn 8. mars - á alþjóðlegum baráttudegi kvenna - fer fram úrslitaleikur Íslandsmótsins í íshokkí kvenna. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 20.00 – ef veður og færð leyfa. Vakin er athygli á að skautadiskó fellur niður að þessu sinni vegna leiksins.

Úrslit leikja í innanfélagsmótinu

Um liðna helgi fór fram innanfélagsmót í 3., 4. og 5. flokki í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri.