Myndir Jötnar - Fálkar 22.1.2013

Myndir komnar inn.

Bautamótið - myndir frá Ása ljós

Eins og við sögðum frá um liðna helgi þegar við birtum nokkrar myndir frá Bautamótinu þá sást til "alvöru" ljósmyndara á svæðinu. Þar var á ferðinni Ásgrímur Ágústsson - Ási ljós - og eru nú komnar 50 myndir frá honum í albúm.

Jötnar mæta Fálkum í kvöld

Í kvöld fer fram einn leikur í Skautahöllinni á Akureyri á Íslandsmótinu í íshokkí. Jötnar og Fálkar mætast í mfl. karla. Leikurinn hefst kl. 19.30.

Magga Finns mótið - leikjadagskrá

Leikjadagskráin fyrir Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið, er tilbúin. Athugið breytingu frá fyrri frétt, ekki verður leikið á miðvikudagskvöldið.

Minningarmót um Magnús Finnsson

Helgina 25.-26. janúar fer fram árlegt minningarmót í íshokkí um Magnús E. Finnson, fyrrum formann SA.

Bautamótið - myndir

Batuamótið í 4. flokki stendur sem hæst. Nokkrar myndir komnar inn í myndaalbúm og gætu fleiri bæst við eftir því sem líður á helgina. En það hefur einnig sést til alvöru ljósmyndara á svæðinu þannig að vonandi koma mun betri myndir en þessar inn á vefinn innan tíðar.

U20 geta náð 3. sætinu, leika gegn Serbum í kvöld

Eftir tvo sigurleiki gegn Belgíu og Ástralíu mættu Íslendingar tveimur sterkustu liðum deildarinnar, fyrst Eistlendingum og síðan Suður-Kóreumönnum á HM U20 sem fram fer í Serbíu. Jóhann Már Leifsson með mark eftir 29 sekúndur gegn Suður-Kóreu. Íslenska liðið getur náð þriðja sætinu í deildinni með sigri á Serbum í kvöld.

Bautamótið í 4. flokki - breyttur almenningstími á laugardag

Á laugardag og sunnudag fer fram Bautamótið í íshokkí þar sem lið í 4. flokki eigast við. Almenningstími á laugardaginn verður styttur vegna mótsins.

Ásynjur með fimm marka sigur

Ásynjur sigruðu Ynjur í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld og eru því enn ósigraðar.

Stórleikur í kvöld kl. 19.30: Ásynjur - Ynjur

Í kvöld fer fram einn leikur í mfl. kenna á Íslandsmótinu í íshokkí. SA-liðin tvö, Ásynjur og Ynjur, mætast og hefst leikurinn kl. 19.30.