21.02.2018
SA Víkingar unnu gríðarlega sterkan sigur á Esju í gærkvöld í toppslag Hertz-deildarinnar. SA Víkingar sigruðu með 5 mörkum gegn 1 og náðu þar með eins stigs forystu á Esju í deildarkeppninn en hafa þá líka spilað tveimur leikjum minna en Esja.
20.02.2018
SA Víkingar taka á móti Esju á heimavelli í Hertz-deildinni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl 19.30. Nú er ljóst að þessi lið mætast í úrslitakeppninni í ár en næstu leikir munu ráða því hvort liðið fær heimaleikjaréttinn. Esja er nú með 44 stig og eiga eftir að leika 3 leiki í deildinni en SA Víkingar eru með 42 stig og eiga 5 leiki eftir. Liðin hafa mæst 6 sinnum í vetur og þar af hafa 4 leikir farið í framlengingu. Fyllum stúkuna í kvöld, miðaverð 1000 kr frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
17.02.2018
Ynjur lögðu land undir fót í gærkvöldi, föstudagskvöld, þegar þær sóttu stöllur sínar í Reykjavík, sameinuðu liði SR og Bjarnarins, heim. Fyrir leikinn voru Ynjur í öðru sæti í deildinni með 26 stig en Ásynjur efstar með 28 og höfðu spilað einum fleira en Ynjur og Reykjavík. Fyrirfram mátti búast við sigri Ynja enda er Reykjavíkurliðið án stiga. Það gekk eftir og Ynjur eru nú á toppi deildarinnar með einu stigi meira en Ásynjur.
14.02.2018
Kvennalið SA áttust við í gærkvöldi, þriðjudagskvöld, í sjöunda skipti í vetur. Fyrir leikinn höfðu Ásynjur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar með 28 stig en Ynjur með 23. Ynjur náðu að minnka forskotið í 2 stig og eiga leik til góða.
13.02.2018
Það er stórleikur í Hertz-deild kvenna í kvöld þegar Ásynjur mæta Ynjum en leikurinn hefst kl 19.30. Ásynjur hafa 5 stiga forskot á Ynjur og þurfa Ynjur því nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Leikir þessara liða hafa verið æsispennandi í vetur svo það má búst við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöl. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið, frítt inn.
12.02.2018
Topplíðin eigast við í kvöld
05.02.2018
SA Víkingar taka á móti SR annað kvöld í Hertz-deild karla kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SR liðið sem hefur ekki unnið leik í vetur hefur tekið miklum framförum síðustu vikur og hafa verið erfiðir við að eiga svo það má búast við hörkuleik. Næstu leikir munu skera úr um hvaða lið komast í úrslitakeppnina en SA Víkingar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 39 stig en hafa aðeins leikið 17 leiki en Esja sem er í fyrsta sæti með 44 stig hafa 20 leiki. Björninn er svo í þriðja sæti með 28 stig og hafa leikið 19 leiki. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið. Aðganseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
05.02.2018
Ásynjur sóttu þrjú stig til Reykjavíkur á laugardag þegar þær unnu lið Reykjavíkur, 9-3, í Egilshöll. Lið Ásynja var frekar þunnskipað, aðeins 10 útispilarar og Bart Moran þjálfari þeirra var upptekinn í leik í Laugardalnum, þannig að Jónína Margrét Guðbjartsdóttir var spilandi þjálfari í leiknum.