Aukaæfingar!

Þar sem allar æfingar falla niður laugardaginn 4. febrúar verða í staðinn aukaæfingar sunnudaginn 5. febrúar sem hér segir:

3. flokkur S/H milli 17 og 18

2. flokkur milli 18 og 19

1. flokkur milli 19 og 20

M flokkur milli 20 og 21

Æfingar falla niður!

Laugardaginn nk. munu allar æfingar falla niður hjá öllum flokkum vegna hokkímóts, aukaæfingar verða auglýstar síðar!

Skautum regnbogann

Mánudaginn næsta munu iðkendur 4. flokks byrja að fara í gegnum skautum regnbogann. 

Hér eru nánari upplýsingar um Skautum Regnbogann

Bautamótið 4. og 5. feb. 2006 dagskrá

Hér er dagskrá Bautamótsins um næstu helgi, með fyrirvara um breytingar eða villur.

Úrskurður dómstóls ÍSÍ í máli Bjarnarins gegn SA

Þau tíðindi gerðust nú áðan að dómsorð voru birt í ofangreindu máli og var niðurstaðan sú að kærunni var vísað frá dómi sökum þess að grein 10.7.2 sem kært var eftir á eingöngu við um úrslitakeppni en ekki undankeppni. Sem sagt málið féll SA í vil. Hér má lesa dóminn í heild sinni.

Til iðkenda!

Þjálfarar vilja minna iðkendur á að mæta ALLTAF 30 mínútum fyrir hvern ístíma til að hita upp.  Það er bráðnauðsynlegt að hita upp til að fyrirbyggja meiðsli og hita líkamann upp, það er líka staðreynd að góð upphitun hefur mikil áhrif á framfarir. 

SA - SR

Lokatölur í leik SA - SR urðu 3 : 13

Staðan í Narfi - Björninn

Staðan eftir 1. leikhluta 0 : 2 fyrir Björninn, eftir 2. leikhluta 1: 4, úrslit leiksins 2 : 5

Næstu leikir í mfl. karla

Á laugardaginn næsta 28.jan. spila Narfi og Björninn kl:17,00 og síðan SA og SR kl:20,00 og held ég að óhætt sé að lofa þar hörkuleik sem vert er að sjá. Nú ríður á að allir mæti og styðji okkar menn.

Frá stjórn hokkídeildar SA

Stjórn hokkídeildar SA vill þakka Sollu fyrir þá drengilegu framkomu að gangast við mistökum sínum. Öll gerum við mistök, það er partur af  því að takast á við hina ýmsu hluti og er bara eðlilegt, en það þarf sannanlega bæði hugrekki og heiðarleika til að kannast við mistök sín og draga af þeim lærdóm og með þessu sýnir Solla að hún er vissulega sú fyrirmynd sem hún vill vera.