13.01.2020
Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Sófíu í Búlgaríu. Ísland mætir heimaliði Búlgaríu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 18.30 og er sýndur í beinni útseningu hér.
10.01.2020
SA-stúlkur taka á móti Reykjavík í tvíhöfða um helgina. Fyrri leikurinn er á laugardag kl. 16:45 og sá síðari á sunnudaginn klukkan 9:00. SA er með 16 stig eftir 7 leiki spilaða en Reykavík 5. Það er frítt inn á leikina. Mætum og styðjum stelpurnar til sigurs!
07.01.2020
Leik SA Víkinga og Bjarnarins sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
06.01.2020
SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar þriðjudaginn 7. janúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 18 stig. SA Víkingar tefla fram gríðarlega ungu og efnilegu liði í vetur þar sem allir leikmenn liðsins eru uppaldir í félaginu og þurfa nú nauðsynlega á stuðningi stúkunnar að halda. Aðgangseyrir 1000 kr. en Víkingar ætla að bjóða öllum 18 ára og yngri frítt á leikinn á laugardag. Sjáumst í Skauthöllinni á laugardag!
26.12.2019
Áramótamótið verður haldið laugardaginn 28. desember
23.12.2019
Á jólasýningunni í gær var Aldís Kara Bergsdóttir valin skautakona Listhlaupadeildar 2019 auk þess sem hún fékk afhenta viðurkenningu frá Skautasambandi Íslands sem Skautakona Íslands 2019
23.12.2019
Jólasýning Listhlaupadeildar 2019 var haldin í gær. Iðkendur deildarinnar göldruðu framúr ermunum hugljúfa sýningu sem kveikti jólaandann í brjósti gesta, sem að þessu sinni voru fjölmargir. Stelpurnar í 1.hópi fengu svo liðsinni frá nokkrum hokkýdrengjum sem lífguðu sannarlega upp á sýninguna. Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna.