Leik í Hertz-deild karla FRESTAÐ!

Leik SA Víkinga gegn SR í Hertz-deild karla sem fara átti fram í dag hefur verið frestað vegna covid smita. Nýr leikdagur verður auglýstur síðar.

Bikar- og Akureyrarmót í Krullu

Mótið hefst í kvöld

RIG 2022 - Júlía fékk gull og Aldís silfur

Stelpurnar frá Akureyri stóðu sig frábærlega á þessu alþjóðlega móti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardalnum 4. - 6. febrúar.

Gimlimótið

Gimlimótið klárast í kvöld.

Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar 2021

Aldís Kara Bergsdóttir er íþróttakona Akureyrar 2021. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Aldís hlýtur nafnbótina en Aldís átti stórkostlegt íþróttaár 2021. Aldís byrjaði árið 2021 með því að setja Íslandsmet í janúar 2021. Aldís vann sér svo inn keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu fyrst íslenskra skautara og bætti svo sitt eigið Íslandsmeit á Íslandsmeistaramótinu síðar á árinu.

Toppslagur í Hertz-deild kvenna á sunnudag (Frestað)

Leik frestað vegna Covid nýr leiktími auglýstur síðar Það verður toppslagur í Hertz-deild kvenna á sunndag kl. 16:45 þegar SA tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. SA er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 18 stig eftir átta leiki en Fjölnir fylgir fast á eftir með 15 stig eftir sex leiki. Aðgangur 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.

SA leikmenn vinsælir í Svíþjóð

Mikið er um að vera hjá SA leikmönnunum okkar erlendis en ekkert lát virðist vera á vinsældum leikmanna Skautafélags Akureyrar á meðal sænskra íshokkíliða því 8 leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar spila um þessar mundir með sænskum íshokkíliðum.

Krullumót í kvöld

Gimlimótið 2022

Stúlkurnar okkar stóðu sig vel á Norðurlandamótinu

Norðurlandamótið í listhlaupi í Hørsholm í Danmörku kláraðist núna um helgina. Aldís Kara Bergsdóttir bætti stigamet íslenskra skautara á Norðurlandamóti í Senior flokki en hún náði 119.75 stigum og endaði í 9. sæti en hún fékk 42.09 stig í stutta og 77.66 stig í frjálsa.

Meistaraflokkarnir fara vel af stað í Hertz-deildunum

Íshokkítímabilið fór aftur af stað nú um helgina en meistarflokkar kvenna og karla spiluðu 3 leiki um í Reykjavík og unnust sigrar í þeim öllum. Meistaraflokkur kvenna sigraði SR tvívegis, fyrst 3-1 á föstudagskvöld og svo 13-0 á laugardag. SA Víkingar mættu FJölni í gær og unnu 11-0 sigur.