19.08.2025
Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku.
Byrjendaæfingar:
Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is
Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com
Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september.
Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
21.05.2025
Aðalfundur Skautafélag Akureyrar fór fram á fimmtudagskvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu um starfsemi félagsins, skýrslu um fjárhag, reikninga og fjárhagsáætlun, kosningu stjórnar og önnur mál. Ingibjörgu Magnúsdóttur var veitt gullmerki félagsins fyrir störf sín fyrir félagið síðastliðin 17 ár.
02.05.2025
Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar.
Tímasetningar aðalfunda:
Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00
Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00
Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00
01.05.2025
Krullumótið IceCup 2025 er nú hafið í Skautahöllinni en 25 ár eru liðin frá fyrsta IceCup mótinu. Það eru 24 lið í mótinu í ár þar af 18 erlend lið og keppendur frá 16 mismunandi löndum en uppselt var í mótið með meira en árs fyrirvara. Setning mótsins fór fram í flugsafninu í gærkvöld en leikirnir hófsut svo kl. 9 í morgun og munu standa yfir fram á laugardagskvöld. Það er einnig þétt dagskrá hjá keppendum utan ís með kvöldskemmtunum sem enda svo með veglegu lokahófi á laugardagskvöld. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og öðrum veitingum á 2. hæðinni.
12.04.2025
Garpar Íslandsmeistarar í krullu 2025
26.03.2025
Fengum þennan fallega hóp í heimsókn til okkar
17.03.2025
Grísir unnu alla leiki sína á Gimli mótinu
13.03.2025
Grísir búnir að tryggja sér Gimli bikarinn
14.02.2025
Uppsetning á leikjum fyrri umferðar
14.02.2025
Mánudaginn 17. febrúar hefjast fyrstu leikir á íslandsmótinu.