08.12.2025
Jólasýning Listskautadeildar Skautafélags Akureyrar - Þegar Trölli stal jólunum fer fram sunnudaginn 14.des nk. kl: 17:30 í Skautahöllinni. Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakastið á sínum stað. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Miðasala á staðnum.
05.12.2025
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum.
28.11.2025
Jóhann Þór Jónsson tók í gærkvöldi við hvatningarverðlaunum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fyrir hönd Heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar á formannafundi ÍBA í gærkvöld. Hvatningarverðlaunin voru fyrst kynnt á Sambandsþingi UMFÍ í Stykkishólmi í október síðastliðnum. Í tilkynningu UMFÍ kom fram að „Framlag heilbrigðisteymis Skautafélags Akureyrar til öryggis og velferðar iðkenda og gesta í Skautahöllinni á Akureyri er ómetanlegt.“
25.11.2025
Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
06.11.2025
9 krullarar úr Krulludeild SA hentu sér í ævintýraferð til Noregs til að spila á Bygdøy Broomstacking. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og var spilað í tveimur krulluhöllum. Í heimahöll Bygdøy sem er með tvær brautir og Snarøya sem er 6 brauta hús. Á næsta ári er 10 ára afmæli þessa skemmtilega krullumóts.
19.08.2025
Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku.
Byrjendaæfingar:
Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is
Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com
Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september.
Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
21.05.2025
Aðalfundur Skautafélag Akureyrar fór fram á fimmtudagskvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu um starfsemi félagsins, skýrslu um fjárhag, reikninga og fjárhagsáætlun, kosningu stjórnar og önnur mál. Ingibjörgu Magnúsdóttur var veitt gullmerki félagsins fyrir störf sín fyrir félagið síðastliðin 17 ár.
02.05.2025
Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar.
Tímasetningar aðalfunda:
Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00
Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00
Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00
01.05.2025
Krullumótið IceCup 2025 er nú hafið í Skautahöllinni en 25 ár eru liðin frá fyrsta IceCup mótinu. Það eru 24 lið í mótinu í ár þar af 18 erlend lið og keppendur frá 16 mismunandi löndum en uppselt var í mótið með meira en árs fyrirvara. Setning mótsins fór fram í flugsafninu í gærkvöld en leikirnir hófsut svo kl. 9 í morgun og munu standa yfir fram á laugardagskvöld. Það er einnig þétt dagskrá hjá keppendum utan ís með kvöldskemmtunum sem enda svo með veglegu lokahófi á laugardagskvöld. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og öðrum veitingum á 2. hæðinni.
12.04.2025
Garpar Íslandsmeistarar í krullu 2025