Gimli/Íslandsmótið 2024

Þriðja umferð Gimli/Íslandsmótsins var leikin í kvöld

SA Íslandsmeistarar í U18

U18 lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld þegar liðið lagði SR 11-1 í Laugardalnum. SA var að vinna sinn 7 leik í mótinu og ekki enþá tapað leik en SR og Fjölnir bæði búin að leika fleiri leiki og eiga ekki möguleika á að ná SA úr þessu. Frábær árangur hjá þessum samheldna hópi leikmanna sem spennandi verður að  fylgjast með á komandi árum.

Jakob í fimmta sæti í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2023 var lýst á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á miðvikudagskvöld. Íshokkíkappinn Jakob Ernfeldt Jóhannesson varð fimmti í kjörinu um íþróttakarl Akureyrar 2023. Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon úr UFA er íþróttakarl Akureyrar 2023 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen hjá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2023. Í öðru sæti voru þau Hallgrímur Mar Steingrímsson knattspyrnumaður í KA og Helena Kristín Gunnarsdóttir blakkona í KA. Í þriðja sæti voru Alex Cambray Orrason lyftingamaður í KA og Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona hjá HFA. 

Tvíhöfði í Skautahöllinni um helgina

SA liðin leika bæði heimaleiki við Fjölni í Hertz-deildunum á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst taka SA Víkingar á móti Fjölni í Hertz-deild karla kl. 16:45 og stelpurnar í SA mæta Fjölni í Hertz-deild kvenna kl. 19:30. Miðaverð á leikina er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri en forsala miða er hafinn á Stubb. Foreldrafélag íshokkídeildar grillar hamborgara fyrir gesti í nýju félagsaðstöðunni á meðan birgðir endast en kveikt verður á grillinu frá kl. 15:30. Samlokugrillið í sjoppunni verður einnig funheitt svo engin ætti að verða svangur á leikjunum.