Frestum aðalfundi um eina viku

Aðalfundur LSA átti að halda þann 17.maí kl:20:00 í Skautahöllinni á Akureyri, en verður frestð um eina viku til mánudagsins 24.maí.

Uppgangur í kvennahokkí

Mikill uppgangur hefur verið í kvennahokkí síðustu misseri hér á Akureyri og nú er svo komið að íshokkíkonur nálgast það að vera þriðjungur af iðkendum hokkídeildar SA.  SA byrjaði með kvennalið árið 2000 og síðan þá hefur verið stöðugur vöxtur, ekki síst þó síðustu ár eftir að Sarah Smiley var ráðinn til félagsins sem þjálfari. 

KLEINA-KLEINA

Halló, ég hef verið spurð um það hvort hægt sé að fara í fjáröflun, kleinusteikingu fyrir æfingabúðirnar hér á Akureyri. Ég er búin að kanna það og við getum fengið tilbúið deig og verið í Oddeyrarskóla núna á sunnudaginn 16. maí byrjum kl. 8 f.h.  Ef þið viljið vera með í þessu þá þarf ég að fá að vita það fyrir kl. 16 á morgunn fimmtudag, við verðum að fá foreldra með .. Við getum verið ca. 10 - 15 krakkar í einu nema við tökum okkur góðan tíma fram yfir hádegi..eða skipt hópnum..

Endilega látið vita, fyrstur kemur fyrstur fær..

Allý, allyha@simnet.is - 8955804

Drög að tímatöflu æfingabúða LSA í ágúst 2010

Drög að tímatöflu sumaræfingabúða LSA 2010 má nálgast í valmyndinni hér á síðunni til vinstri. Tímataflan er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Hópaskiptingar eru settar upp til viðmiðunar miðað við hópa- og flokkaskiptingar sl. vetrar. Einhverjir iðkendur verða þó færðir milli hópa til að jafna út hlutfall skautara í hverjum hóp. Mikilvægt er að allir sem áhuga hafa skrái sig sem allra fyrst svo hægt sé að reikna út nákvæmt verð (max. 40.000 kr.).

Aðalfundur krulludeildar

Aðalfundur krulludeildar verður haldinn í skautahöllinni mánudaginn 17. maí. kl. 20:00

Grein: Um krullureglur og keppnisfyrirkomulag

Meðfylgjandi er grein skrifuð af Haraldi Ingólfssyni, í eigin nafni, þar sem fjallað er almennt um keppnisfyrirkomulag í tengslum við reynsluna af Ice Cup, og farið yfir rök með og á móti mismunandi útfærslum.

Litla Hokkíbúðin með útsölu á listskautum

Skautakynning á sunnudaginn

Íþróttavöruverslunin Everest verður með kynning á skautum frá Risport og Graf og skautablöðum Wilson í Skautahöllinni á akureyri á sunnudaginn kl:18:00. Fyrirtækið mun veita 25% afslátt gegn fyrirframpöntunum en hins vegar þarf að greiða 30% staðfestingargjald. 

Sölukynning á kylfum og skautum í Skautahöllinni sunnudaginn 9. mai.

Heiðar Ingi í Everest ætlar að vera með sölukynningu á skautum og kylfum kl.17,00. Þarna er um að ræða góðar vörur fyrir afar hagstæð verð og algjörlega þess virði að kíkja við. Hægt verður að panta hjá honum og fá afhent í haust. Staðfestingargjald 30% gegn 30% afslætti á skautum og 20% aflætti á kylfum.

Aðalfundur Listhlaupadeildar SA

Aðalfundur LSA verður halinn þann 17.maí kl:20:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf.